182. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. maí 2024, kl. 11:00
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Hjördís Baldursdóttir boðaði forföll. Alexander Ragnarsson sat fundinn í hennar stað.
1. Kynning frá fjármálastjóra Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags (2024050048)
Guðbjörg Björnsdóttir fjármálastjóri Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjármálum félagsins og því starfi sem hún er að inna af hendi fyrir félagið.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Guðbjörgu Björnsdóttur fjármálastjóra Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags fyrir greinargóða kynningu.
2. Viðhaldsskýrslur vallarstjóra Keflavíkur og UMFN (2024040245)
Viðhaldsskýrslur vallarstjóra Keflavíkur og UMFN lagðar fram.
3. Beiðni Körfuknattleiksdeildar UMFN um fjárstuðning (2024050051)
Hámundur Örn Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN og Ágústa Guðmarsdóttir fjármálastjóri UMFN fylgdu úr hlaði erindi körfuknattleiksdeildar UMFN.
Þau gerðu grein fyrir fjárhagstöðu körfuknattleiksdeildar sem er afar erfið og hefur aðalstjórn UMFN þurft að lána deildinni fé á undanförnum mánuðum.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur félagsins en getur ekki orðið við erindinu sökum þess að það er ekki á fjárhagsáætlun ráðsins.
Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu í bæjarráð.
4. Sumar í Reykjanesbæ 2024 (2023010324)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir það helsta sem verður boðið upp á í íþrótta- tómstunda- og lýðheilsumálum Reykjanesbæjar sumarið 2024. Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér framboðið á vefsíðunni fristundir.is.
Fylgigögn:
Sumar í Reykjanesbæ 2024
Frístundir.is
5. Upplýsingagjöf íþrótta- og tómstundafulltrúa (2024050049)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi íþrótta,- tómstunda- og lýðheilsumála sveitarfélagsins.
6. Heimsókn ÍT ráðs í nýja íþróttahúsið við Stapaskóla (2024050052)
Íþrótta- og tómstundaráð heimsótti nýja íþróttahúsið við Stapaskóla sem á að vera tilbúið ásamt sundlaugarsvæði í lok júlí. Um er að ræða glæsilega aðstöðu sem mun nýtast vel í kröftugu íþrótta- og lýðheilsulífi Reykjanesbæjar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. maí 2024.