183. fundur

11.06.2024 11:00

183. fundur íþrótta- og tómstundaráðs var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. júní 2024, kl. 11:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Birgir Már Bragason boðaði forföll.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Beiðni um fjárstuðning vegna Íslandsmóts hjá GS og ósk um nýjan samning (2024040408). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 9.

1. Nettóhöll - kynning á framkvæmd samnings (2023080210)

Ragnar Aron Ragnarsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, Ingi Þór Þórisson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar UMFN og Hámundur Örn Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN mættu á fundinn og fóru yfir hvernig hafi gengið í Nettóhöllinni frá því að félögin hófu að manna vaktir í höllinni.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Beiðni Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um kaup á stúkum (2024050509)

Beiðni Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um kaup á stúkum fyrir deildina.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir mikilvægi þess að verða við beiðninni og vísar til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025.

Að auki óskar íþrótta- og tómstundaráð körfuknattleiksdeildinni til hamingju með frábæran árangur á liðinni leiktíð.

3. Samningur um umsjón Akademíunnar - framlenging (2024050521)

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að samningurinn verði framlengdur út árið 2025.

4. Fjármálastjóri UMFN - kynning (2024060007)

Ágústa Guðmarsdóttir fjármálastjóri UMFN og Hámundur Örn Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN mættu á fundinn og gerðu grein fyrir fjármálum félagsins og því starfi sem hún er að inna af hendi fyrir félagið.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Ágústu Guðmarsdóttur og Hámundi Erni Helgasyni fyrir greinargóða kynningu.

5. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - skipan vinnuhóps (2022050239)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir hvernig vinnuhópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja er skipaður og fór yfir fyrsta fund vinnuhópsins. Fundargerð og vinnugögn samþykkt.

6. Ársskýrsla og reikningar Nes íþróttafélags (2024030119)

Ársskýrsla og reikningar Nes íþróttafélags lagðir fram.

7. Beiðni um kaup á fimleikabúnaði fyrir Fimleikadeild Keflavíkur (2024060025)

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir mikilvægi þess að verða við beiðninni og vísar til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025.

8. Málefni fv. Glímudeildar UMFN (2023110166)

Málefni deildarinnar rædd. Íþrótta- og tómstundaráð ákveður að kaupa ekki þann búnað sem deildin hefur boðið ráðinu til kaups.

9. Beiðni um fjárstuðning vegna Íslandsmóts hjá GS og ósk um nýjan samning (2024040408)

Sverrir Auðunsson frá Golfklúbbi Suðurnesja mætti á fundinn og tók fyrir erindi er varðar fjárstuðning til klúbbsins vegna Íslandsmóts í golfi sem haldið verður á Hólmsvelli í Leiru í júlí og drög að nýjum samning við klúbbinn.

Íþrótta- og tómstundaráð getur ekki orðið við erindinu um fjárstuðning enda ekki á fjárhagsáætlun ráðsins en tekur á hinn bóginn undir erindið og vísar því í bæjarráð.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir með Golfklúbbi Suðurnesja að mjög mikilvægt er að gera samning við klúbbinn sem er í samræmi við sambærilega golfklúbba á Íslandi og vísar drögum að nýjum samningi til fjárhagsáætlunarvinnu haustsins.


Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar óskar íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með 30 ára afmælið og hvetur bæjarbúa til að taka þátt í skipulögðum viðburðum sem eru haldnir í tilefni afmælisins og hægt er að kynna sér á 30ara.is.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.08. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 20. júní 2024.