187. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. október 2024, kl. 10:00
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Magnús Einþór Áskelsson og Sindri Kristinn Ólafsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Marta Sigurðardóttir boðaði forföll. Magnús Einþór Áskelsson sat fundinn í hennar stað.
1. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og svæða (2022050239)
Sverrir Bergmann Magnússon mætti á fundinn undir þessu máli. Einnig mættu Eva Stefánsdóttir og Unnar Stefánsson á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu vinnuferla sem unnið er eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja við Afreksbraut.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar góða kynningu.
2. Fyrirspurn frá Sundráði ÍRB vegna úthlutunar afreks- og íþróttasjóðs (2024010282)
Íþrótta- og tómstundaráð hefur yfirfarið hvernig styrkveitingum vegna afreka er háttað í öðrum sveitarfélögum og vill árétta að Reykjanesbær gerir jafnvel og/eða betur eftir atvikum en sambærileg sveitarfélög og telur ekki rétt að breyta þeim reglum sem eru í gildi að svo komnu máli.
3. Skýrsla unglingaráðs Fjörheima (2022070336)
Skýrsla unglingaráðs Fjörheima lögð fram.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir vel unna skýrslu.
Fylgigögn:
Skýrsla unglingaráðs Fjörheima
4. Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima (2022070336)
Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima lögð fram.
Íþrótta- og tómstundaráð vill hrósa starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima fyrir metnaðarfulla dagaskrá vetrarins og óskar starfsfólki og ungmennum góðs gengis í vetur.
Fylgigögn:
Dagskrá Fjörheima
5. Þakkir að lokinni lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar (2024080331)
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar íbúum, stofnunum og fyrirtækjum fyrir virka þátttöku í lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem fram fór 30. september – 6. október sl.
Fylgigögn:
Þakkir að lokinni lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar
6. Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2025 (2024080166)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2025.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur mikla áherslu á að reynt sé eftir fremsta megni að auka fjármagn til málaflokksins og að tryggt sé fjármagn í öll fjárfestingarverkefni ráðsins.
7. Heimsókn ÍT ráðs í nýtt íþróttahús við Stapaskóla (2022050176)
Hámundur Örn Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN tók á móti ráðinu og sýndi nýtt glæsilegt íþróttahús félagsins og Stapaskóla.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar öllum til hamingju með glæsilegt mannvirki.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. október 2024.