188. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. nóvember 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir einróma að taka á dagskrá málið Mannréttindastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021548). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 9.
1. Frístundastefna Reykjanesbæjar - vinnuferli (2023050566)
Ólafur Bergur Ólafsson frístundaleiðbeinandi mætti á fundinn og kynnti vinnu við frístundastefnu Reykjanesbæjar.
Myndun stýrihóps er langt komin og vinna við stefnuna er að fara á fulla ferð.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og hlakkar til að fylgjast með vinnunni sem framundan er.
2. Skýrsla vallarstjóra UMFN (2024040245)
Skýrsla vallarstjóra Ungmennafélags Njarðvíkur lögð fram.
3. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og svæða (2022050239)
Eva Stefánsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs fór yfir vinnu er varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða vestan Reykjaneshallar.
4. Heimsmeistaramót í kraftlyftingum (2024110159)
Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum fór fram dagana 11.-16. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar vill koma á framfæri kærum þökkum til stjórnar Massa, kraftlyftingadeildar Njarðvíkur og Kraftlyftingasambands Íslands fyrir glæsilegt mót og metnaðarfulla umgjörð heimsmeistaramótsins í kraftlyftingum. Sérstakir þakkir fá allir sjálfboðaliðar sem lögðu hönd á plóg.
5. Upplýsingagjöf íþrótta- og tómstundafulltrúa (2024050049)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi málaflokksins.
6. Fjárhagsáætlun íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála 2025 (2024080166)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir vinnu er tengist fjárhagsáætlun 2025 en fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn innan skamms.
7. Drög að samþykkt Reykjanesbæjar um götu- og torgsölu (2024090334)
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögnum nefnda og ráða um drög að samþykkt Reykjanesbæjar um götu- og torgsölu.
Íþrótta- og tómstundaráð felur Evu Stefánsdóttur formanni ráðsins að koma athugasemdum ráðsins áfram ef einhverjar eru.
8. Drög að samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar (2019090067)
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögnum nefnda og ráða um drög að samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar
Íþrótta- og tómstundaráð felur Evu Stefánsdóttur formanni ráðsins að koma athugasemdum ráðsins áfram ef einhverjar eru.
9. Mannréttindastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021548)
Bæjarráð óskar eftir umsögnum um drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð felur Evu Stefánsdóttur formanni ráðsins að koma athugasemdum ráðsins áfram ef einhverjar eru.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:11. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2024.