191. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. febrúar 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Hjördís Baldursdóttir boðaði forföll. Alexander Ragnarsson sat fundinn í hennar stað.
1. Kynning á barna-, ungmenna-, og afreksstarfi GS (2025010045)
Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri og Sigurpáll Sveinsson íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja mættu á fundinn og kynntu barna, ungmenna og afreksstarf klúbbsins.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og vekur athygli á því að málefni golfklúbbsins verða rædd aftur á fundi ráðsins í apríl.
2. Samningur við Fimleikadeild Keflavíkur um eflingu barna- og ungmennastarfs 2025 (2025010539)
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
3. Samningur við Borðtennisfélag Reykjanesbæjar 2025 (2025010540)
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
4. Starfsáætlun íþrótta,- tómstunda,- og lýðheilsumála 2025 (2025010544)
Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgdi úr hlaði starfsáætlun íþrótta- tómstunda- og lýðheilsumála fyrir starfsárið 2024.
5. Hvatagreiðslur 2024 - uppgjör (2025010545)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir nýtingu á hvatagreiðslum í Reykjanesbæ fyrir árið 2024. Alls nýttu 2.642 börn sér hvatagreiðslurnar sem er 62,4 % af heildarfjölda barna 4–18 ára í Reykjanesbæ. Nýtingin hefur aukist um 14,9 % frá 2019.
Íþrótta- og tómstundaráð hvetur alla til að stunda íþróttir og tómstundir í skipulögðu starfi og hvetur foreldra til að nýta hvatagreiðslur sveitarfélagsins. Óumdeilt er að gildi forvarna og lýðheilsu er mikið þegar litið er til þátttöku barna í kröftugu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ.
Svör við spurningum og aðstoð vegna hvatagreiðslna er veitt á netfanginu hvatagreidslur@reykjanesbaer.is.
Mælaborð fyrir hvatagreiðslur er hægt að skoða nánar á vef Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Maciej Baginski rekstrarfulltrúa hagdeildar fyrir vel unna greiningarvinnu.
6. Þátttökutölur barna og ungmenna í íþróttum, tómstundum og Tónlistarskóla í Reykjanesbæ 2024 (2025010547)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar sagði frá þátttökutölum barna og ungmenna í íþróttum og tómstundum í Reykjanesbæ árið 2024.
Helstu tölur eru að þátttaka barna 4 til 18 ára hefur fjölgað úr 56,2 % frá árinu 2022 í 61 % árið 2024 og þátttaka erlendra barna úr 25,3 % frá árinu 2022 í 35,9 % árið 2024.
Mælaborð er hægt að skoða nánar á vef Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Maciej Baginski rekstrarfulltrúa hagdeildar fyrir vel unna greiningarvinnu.
7. Minnisblað vegna vetrarþjónustu (2025020117)
Minnisblað vegna vetrarþjónustu lagt fram.
8. Hitakerfi undir HS orkuvöll (2021100392)
Beiðni knattspyrnudeildar Keflavíkur um að láta leggja heimtaug að vellinum svo að nota megi upphitunarkerfi sem lagt var undir völlinn árið 2010 og hefur aldrei virkað sem skyldi. Keflavík hlaut vilyrði fyrir styrkveitingu frá KSÍ ef mótframlag hlýst. Íþrótta- og tómstundaráð hefur á hinn bóginn ekki fjármagn á fjárhagsáætlun 2025. Í ljósi þess leggur ráðið áherslu á að málið verið skoðað til hlítar.
Ráðið er meðvitað um að tímabilið í knattspyrnu er sífellt að lengjast í báða enda og besti kosturinn er að hafa upphitun á vellinum. Erindinu vísað í bæjarráð til umræðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2025.