86. fundur

25.11.2014 11:27

86. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar haldinn 18. nóvember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 16:30.

Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður,  Bjarney Snævarsdóttir fulltrúi ÍRB, Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri og Ragnar Ö Pétursson íþróttafulltrúi sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Skýrsla Sport- og ævintýraskólans 2014 (2014110254)
Lögð fram skýrsla skólans frá síðasta sumri sem var fyrir börn 6-12 ára.  Um 100 börn sóttu námskeiðin.  ÍT ráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

2. Skýrsla KFUM og K (2014110255)
Skýrslan lögð fram.  Rúmlega 100 börn og ungmenni á aldrinum 7- 16 ára taka þátt í skipulegu starfi.  ÍT ráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu

3. Styrkbeiðni vegna æfingabúða (2014110253)
Ósk um styrk vegna æfingabúða stúlkna í körfuknattleik

Kvennaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar eftir styrk til að standa fyrir opnum æfingabúðum fyrir stúlkur.  Æfingabúðirnar verða haldnar í janúar og mun Jenny Boucek sem nú er aðstoðarþjálfari kvennaliðs Seattle Storm verða þjálfari, en hún lék á árum áður með kvennaliði Keflavíkur.
ÍT ráð fagnar þessu framtaki í að auka veg í íþróttastarfi kvenna og samþykkir styrk að upphæð 200.000 .

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.