87. fundur

13.01.2015 00:00

87. fundur íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar haldinn 13. janúar 2015 að Tjarnargata 12, kl: 16:30

Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Guðbergur Reynisson varamaður, Ásgeir Hilmarsson varamaður, Ingigerður Sæmundsdóttir fulltrúi ÍRB , Stefán Bjarkason framkvæmdarstjóri, Ragnar Ö Pétursson íþróttafulltrúi sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Fjárhagsáætlun ÍT 2015 (2014010822)
Fjárhagsáætlun ÍT sviðs vegna 2015 lögð fram. Stefán fór yfir helstu atriði áætlunarinnar en samkvæmt henni munu hvatagreiðslur hækka úr 10 þúsund krónum á barn í 15 þúsund krónur.

2. Úthlutanir úr íþróttasjóði 2014 (2015010219)
Yfirlit yfir styrki úr Íþróttasjóði árið 2014 lagt fram.  Heildarstyrkupphæð var rúmar 38 milljónir. Hæsta framlagið fór til ÍRB vegna þjálfunarstyrkja 20 milljónir og 15 milljónir vegna stuðnings við innra starf íþróttadeilda. Um 1800 þúsund krónur fóru í landsliðsstyrki

3. Úthlutun úr Tómstundarsjóði 2014 (2015010220)
Yfirlit yfir  styrki úr Tómstundasjóði 2014 lagt fram.  Úthlutun var rúmar 13 milljónir. Hæsta framlagið um 10,8 milljónir fór í hvatagreiðslur, en 1083 einstaklingar sóttu um hvatagreiðslur á árinu.

4. Úthlutun úr Forvarnarsjóði 2014 (2015010221)
Yfirlit styrkja úr Forvarnarsjóði 2014 lagt fram.  Heildarúthlutun nam um 2,4 milljónum króna til fjölmargra  verkefna.

5. Aðsóknartölur í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar 2014 (2015010222)
Heildarfjöldi notenda í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar árið 2014 var 656.127 en þar af voru 197.709 sundgestir. Heildarfjöldi notenda jókst um 24 þúsund frá árinu 2013 en sundgestum fækkaði um 14 þúsund á sama tíma sem má m.a. rekja til slæmrar tíðar megin hluta sumars og lokun útilaugar í haust vegna framkvæmda.
Frá sameiningu 1994 hafa um 9,7 milljónir notenda komið í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar og má búast við 10 milljónasta notandanum með vorinu.

6. Starfsáætlun Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar 2015 (2015010223)
Starfsáætlun Íþrótta-og tómstundasviðs 2015 lögð fram. Stefán fór yfir helstu atriði áætlunarinnar.

7. Önnur mál (2014010822)
ÍT ráð heimsótti  9. desember s.l. þrjú félög og skoðaði aðstöðu þeirra. Fyrst var aðstaða  Púttklúbbsins  og GS að Hafnargötu 2 skoðuð í fylgd forráðamanna klúbbanna. Næst var haldið í gömlu Sundhöllina þar sem aðstaða Hnefaleikafélagsins var skoðuð.
Síðan var aðstaða Pílufélagsins við Hrannargötu heimsótt.
ÍT ráð vill þakka forráðamönnum félaganna fyrir móttökurnar og upplýsingar um starfsemi félaganna. 

ÍT ráð óskar Ástrósu Brynjarsdóttur nýkjörnum íþróttamanni ársins 2014 í Reykjanesbæ til hamingju og auk þess þeim 251 íþróttamanni sem urðu Íslandsmeistarar á árinu 2014.

Ungmennaráð Reykjanesbæjar sækir um styrk vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði 2015 sem fram fer í Stykkishólmi í mars. ÍT ráð samþykkir styrk að upphæð 100 þúsund krónur úr Forvarnarsjóði.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________

Fundargerðin fer fyrir bæjarstjórn 20. janúar 2015.