88. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. febrúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 16:30
Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir fulltrúi ÍRB, Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri og Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi sem ritar fundargerð.
1. Drög að samningum ÍT ráðs 2015 (2015020173)
A)Drög að þjónustusamningi við KFUM og K lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
B) Drög að þjónustusamningi við Heiðabúa lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
C) Drög að samningi við Sunddeild Keflavíkur um sundnámskeið lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
D) Drög að samningi við Sunddeild Njarðvíkur um sundnámskeið lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
E) Drög að samningi við UMFN um rekstur sport- og ævintýraskóla lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
F) Drög að samningi við Mána um reiðnámskeið lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
G) Drög að samningi við Keflavík um íþrótta-og leikjanámskeið lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
H) Drög að samningi við ÍRB um greiðsluþátttöku vegna þjálfunar barna og ungmenna lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
I) Drög að samningi við Heiðabúa um smíðavöll lögð fram. ÍT ráð samþykkir drögin.
2. Úthlutun íþróttasjóðs 1994-2014 (2015020154)
Lagt fram yfirlit yfir úthlutun úr íþróttasjóði til ýmissa verkefna frá 1994 til 2014. Heildarúthlutun nemur um 258 milljónum króna. Hæstu framlögin eru til aðstoðar á greiðslu þjálfaralauna um 145 milljónir króna.
3. Úthlutun styrkja úr íþróttasjóði 1994-2014 (2015020152)
Lagt fram sundurliðað árlegt yfirlit yfir styrki til deilda og félaga frá árinu 1994 til 2014.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.