92. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar haldinn 1. september 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 16:30
Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir, formaður, Alexander Ragnarsson, Steinunn Una Sigurðardóttir, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmenn, Guðbergur Reynisson varamaður, Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem ritar fundargerð.
1. Framtíðarhúsnæðismál bardagaíþrótta í Reykjanesbæ (2015080412)
Greinargerð v/Iðavalla 12
Greinargerð vegna framtíðarhúsnæðis bardagaíþrótta lögð fram. ÍT ráð leggur áherslu á forsvarsmenn bardagaíþrótta skili sameiginlegri tillögu um væntanlega nýtingu til Íþrótta- og tómstundaráðs og frekari ákvörðun verður tekin á næsta fundi.
2. Styrkumsókn vegna Ljósanætur hlaups 2015 (2015080425)
Beiðni um styrk vegna Lífstílshlaupsins sem haldið verður í tengslum við Ljósanótt 2015
ÍT ráð fagnar því að Lífsstílshlaupið verði á dagskrá í tengslum við Ljósanótt og ákveður að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
3. Vinabæjarmót 2015 - 2016 (2015030409)
Stefna og áherslur ÍT ráðs
Vinabæjarsamstarf sem Íþrótta- og tómstundaráð hefur tekið þátt í frá árinu 1973 er mikilvægt og hafa mjög mörg ungmenni farið á vegum Reykjanesbæjar og haft gagn og gaman af. ÍT ráð telur mikilvægt að halda þessu samstarfi áfram og leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir áframhaldandi vinabæjarsamstarfi í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
4. Samningar við Flugmódelfélag Suðurnesja og Pílufélag Reykjanesbæjar (2015080136)
Samningar kynntir Lagt fram til kynningar. ÍT ráð fagnar frumkvæði Pílufélags Reykjanesbæjar sem tóku alla aðstöðu sína í gegn nýverið í sjálfboðavinnu og leituðu til fyrirtækja um að styrkja félagið í vinnu sinni.
5. Dagskrá íþrótta- og tómstunda tengd Ljósanæturhelginni ásamt upplýsingum um öryggismál á Ljósanótt (2015080426)
ÍT ráð hvetur bæjarbúa til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá Ljósanæturdagana 2015.
6. Minningarlundur við 88 húsið (2015080456
ÍT ráð fagnar þessu verkefni. Lovísa Hafsteinsdóttir formaður ÍT ráðs flytur ávarp við þetta tækifæri.
7. Erindi Karenar Sævarsdóttur (2015090009)
Bréf til Íþróttaráðs vegna inniaðstöðu fyrir golf.
ÍT ráð tekur undir aðstöðuleysi golfara í Reykjanesbæ og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna frekar að málinu.
8. Önnur mál (2015030409)
Forvarnarmál;
Umræður um forvarnarmál.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2015.
Fundargerðin var samþykkt 11-0 án umræðu.