94. fundur íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar var haldinn 3. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.
Mættir: Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Jóhann Páll Kristbjörnssonfulltrúi ÍRB, Helgi Arnarson fræðslustjóri, Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja, áheyrnarfulltrúi og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Beiðni um aukna aðstöðu fyrir Sunddeild ÍRB (2015100358)
Erindinu frestað vegna fjárhagsáætlunarvinnu 2016
2. Beiðni um aukna aðstöðu fyrir Skotdeild Keflavíkur. (2015100009)
Erindinu frestað vegna fjárhagsáætlunarvinnu 2016.
3. Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2016 (2015100409)
Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2016
4. Starfsáætlun ÍT mála 2016 (2015100422)
Lögð fram til kynningar.
5. Eineltisfræðsla fyrir 7.- 10. bekk (2015090158)
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar fagnar því að boðið sé upp á samræmda eineltisfræðslu í grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir 7. - 10. bekk.
6. Umsókn í Forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2015090158)
ÍT ráð samþykkir að styrkja fræðsluna um 30.000 kr.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember nk.
Fundargerðin var samþykkt 11-0 án umræðu.