95. fundur

02.12.2015 10:17

95. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 1. desember 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.

Mættir: Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri, Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB, Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð,

1. Fjárhagsáætlun ÍT ráðs 2016 (2015100409)

Hafþór Birgisson, Hafsteinn Ingibergsson og Helgi Arnarson fóru yfir lykiltölur stofnana og samninga vegna fjárhagsáætlunar 2016.

Ljóst er að gæta þarf aðhalds í rekstri m.v. samþykkta fjárhagsramma og ekki er gert ráð fyrir meiriháttar breytingum á rekstri.

Ráðið þakkar góða kynningu.

2. Tillaga að hækkun stakra miða í sund (2015110366)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar leggur til að stakt gjald  fullorðinna verði hækkað úr 570 krónum  í 700 kr. frá og með 1. janúar 2016. Um leið haldast sundkort óbreytt í verði ásamt öllum gjöldum fyrir börn í laugarnar.

Þannig verði hagstæðast að kaupa 30 miða kort sem muni kosta 8.965 sem gerir 298 krónur fyrir sundferðina. Árskortið verður á 25.750.

3. Staða sjóða ÍT ráðs 2015 (2015110360)

Rekstur sjóða ÍT eru í jafnvægi og ráðið er afar stolt af því að geta styrkt margvísleg verkefni tengd íþróttum, tómstundum og forvörnum.

4. Umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2015090158)

Ráðið samþykkir að styrkja kynfræðsluverkefni í Akurskóla um 50.000.

Erindi um forvarnarfræðslu á vegum Borgarleikhússins er hafnað sökum þess að ÍT ráð hefur í hyggju að bjóða öllum nemendum í 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar upp á þessa fræðslu.

Fræðsla frá samtökunum 78 - styrkveiting samþykkt 20.000.

Erindi frá KKD UMFN, styrkur til að halda fyrirlestur fyrir stúlknaflokka félagsins um íþróttaiðkun, sjálfsöryggi og andlega líðan iðkenda á þessum aldri. Alexander Ragnarsson og Jón Haukur Hafsteinsson sátu hjá. Erindi samþykkt.

Erindi frá Njarðvíkurskóla. Fræðsla um einelti fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk Njarðvíkurskóla frá Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ráðið samþykkir að styrkja fræðsluna um 70.000 kr. 

5. Reglugerð Forvarnarsjóðs Reykjanesbæjar (2015110355)

ÍT ráð samþykkir að gera breytingu á reglugerð Forvarnarsjóðs. Sækja skal í sjóðinn áður en forvarnarverkefni eru framkvæmd.

6. Auka rými  í Sundmiðstöð (úthlutun) (2015110361)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar leggur til að Skotdeild Keflavíkur fái rýmið til reynslu í eitt ár.

7. Fjölmenning - stýrihópur (2014040071)

ÍT ráð fagnar því að tekinn sé til starfa stýrihópur um málefni fjölmenningar í Reykjanesbæ.

8. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjanesbæjar (2015110048)

Óskað er eftir umsögn Íþrótta- og tómstundaráðs vegna endurskoðunar á jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.
ÍT ráð gerir engar athugasemdir.

9. Önnur mál (2015030409)
Fundartímar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar
vorönn 2016

16.30 - 12. janúar 2016
16.30 - 2. febrúar 2016
16.30 - 1. mars 2016
16.30 - 5.apríl 2016
16.30 - 3. maí 2016
16.30 - 7.júní 2016

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu í bæjarstjórn 15. desember nk.