97. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 16. febrúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.
Mættir: Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Jóhann P Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB, Ásgeir Hilmarsson aðalmaður og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Vinabæjarmót í Kerava í júní 2016 (2016010536)
Lagt fram til kynningar.
2. Inniæfingaraðstaða Golf- og Púttklúbbs Suðurnesja (2014100199)
Í ljósi þess að inniæfingaraðstaða fyrir GS og Púttklúbb Suðurnesja sem hefur verið að Hafnargötu 2 undanfarin ár verður rifin þá óska fyrrgreindir klúbbar eftir því að fundin verði viðunandi aðstaða fyrir klúbbana.
Formaður ÍT ráðs og bæjarstjóri ásamt starfsmönnum ráðsins áttu fund með forsvarsmönnum fimleikadeildar Keflavíkur þar sem unnið var að lausn málsins.
Jóhann Páll Kristbjörnsson situr hjá undir þessum lið.
3. Umhirða grasvalla (framhald frá síðasta fundi). (2015090330)
Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs þann 12. janúar sl voru lagðar fram skýrslur vegna umhirðu grasvalla í Reykjanesbæ. Skýrslurnar eru vel unnar og ráðið þakkar þeim er komu að þeirri vinnu.
Ráðið hefur ákveðið eftir nokkra rýnivinnu að leggja til að íþróttafélögin okkar skili inn skýrslu um hvernig umhirðu vallanna næsta sumar skuli háttað fyrir 1. apríl nk.
4. Önnur mál (2016010316)
a) Drög að samningum við Pílukastfélag Reykjanesbær og Golfklúbb Suðurnesja lagðir fram til kynningar.
b) Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs gerði grein fyrir nýrri gjaldskrá er varðar gistingu í grunnskólum í Reykjanesbæ.
c) Hafþór Birgisson Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá tveimur ráðstefnum sem fulltrúar Ungmennaráðs Reykjanesbæjar eru að fara taka þátt í á næstunni.
d) Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs sagði frá fyrirhuguðu íbúaþingi um nýja menntastefnu fyrir Reykjanesbæ sem haldið verður í Stapa þriðjudaginn 8. mars kl. 16:45-19:00. Þeir sem hafa áhuga á skólamálum, íþróttum og tómstundum eða forvarnarmálum Eru hvattir til að taka þátt í að móta nýja menntastefnu fyrir Reykjanesbæ.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. mars nk.