99. fundur

06.04.2016 10:47

99. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 5. apríl 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.

Mættir: Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Ásgeir Hilmarsson aðalmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Guðmundur Sigurðsson áheyrnarfulltrúi ÍT ráðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð,


1. Umsóknir í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2015120240)

Umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjanesbæjar.

a) Myllubakkaskóli sækir um í sjóðinn til að bjóða upp á fyrirlestur fyrir nemendur um jafnréttismál. ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið. En leggur áherslu á að sótt sé um í sjóðinn fyrirfram.

b) Fimleikadeild Keflavíkur sækir um í sjóðinn til að bjóða upp fræðslu fyrir eldri iðkendur, þjálfara og stjórn um eflingu sjálfstrausts og mikilvægi hvatningar í þjálfun. Fyrirlesari: Jóhann Ingi Gunnarsson. ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið.

c) Holtaskóli sækir um í sjóðinn til að bjóða upp á fyrirlestur fyrir nemendur um afleiðingar neyslu kannabisefna.
Fyrirlesari: Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir.
ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið.

d) Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sækir um styrk í sjóðinn til að bjóða upp á tvö námskeið um þjálfun og skyndihjálp fyrir þjálfara og stjórnarfólk félagsins.
ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið.

e) FFGÍR (foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ) sækja um styrk í sjóðinn til að bjóða upp á fræðslu fyrir unglingastig í grunnskólunum um hrelliklám.
ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið.


2. Umsókn í Tómstundasjóð Reykjanesbæjar (2016010531)

Umsókn Spunaspilsklúbbsins Ýmis í Tómstundasjóð Reykjanesbæjar. Ástæða styrkumsóknar er efling tómstundastarfs klúbbsins sem og fyrir viðburði og bókakaup.

ÍT ráð samþykkir að styrkja verkefnið.


3. Inniæfingaaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja og Púttklúbbs Suðurnesja (2014100199)

Íþrótta- og tómstundaráð fagnar því að fundin sé lausn á inniæfingaaðstöðu fyrir golfklúbb Suðurnesja og Púttklúbb Suðurnesja. Í ljósi þess að ekki sé gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun fyrir 2016 er nauðsynlegt að vísa málinu til bæjarráðs.


4. Ungt fólk og lýðræði 2016 - ályktun ungmennaráðstefnu (2016030330)

Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016, skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum en ekki eingöngu þeim er varða ungmennin sjálf.

Yfirheiti ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag.
Þátttakendur ráðstefnunnar voru fulltrúar ungs fólks í sínum samfélögum og þekkja vel til aðstæðna ungmenna á sínu heimasvæði auk þess að vera það sem mætti kalla sérfræðingar í málefnum ungmenna, verandi ungmenni sjálf.

Lagt fram til kynningar.


5. Reykjaneshöll (2016030354)

Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður Reykjaneshallarinnar kynnti skýrslu frá Verkfræðistofu Suðurnesja um hugsanlegan galla á gervigrasinu í Reykjaneshöll.

ÍT ráð óskar eftir að kannað verði með ábyrgð á grasinu.

ÍT ráð þakkar Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir greinargóða skýrslu.


6. Aðstaða við æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur (2016040042)

ÍT ráð tekur undir með forsvarsmönnum knattspyrnudeildar Keflavíkur um að nauðsynlegt sé að fá aðstöðu fyrir iðkendur félagsins við æfingasvæðið fyrir aftan Reykjaneshöllina.

Í ljósi þess að ekki sé gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun fyrir 2016 er nauðsynlegt að vísa málinu til bæjarráðs.


7. Önnur mál (2016010316)
Íþrótta- og tómstundaráð vill óska Jóhönnu Ruth Luna Jose innilega til hamingju með sigurinn í Ísland got talent þættinum og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2016.