13. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 13. nóvember 2020, kl. 14:00
Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Baldur Rafn Sigurðsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Lýðheilsustefna (2019100079)
Lýðheilsuráð fór yfir lokadrög að lýðheilsustefnunni sem lögð verða fyrir aðrar nefndir og ráð.
2. Samráðshópur heilsueflandi samfélaga á Suðurnesjum (2019110318)
Sýndur var sameiginlegur Frístundavefur. Vefurinn verður opnaður á næstunni.
Lýðheilsuráð fagnar tilkomu vefsins.
Samráðshópurinn hefur sammælst um að áhersla verði lögð á geðrækt 2021.
3. Fjárhagsáætlun, lýðheilsumál (2020060158)
Lýðheilsuráð óskar eftir samantekt á lýðheilsutengdum verkefnum og upplýsingum úr fjárhagsáætlunargerð er snúa að málaflokknum.
4. Framfaravogin (2019051066)
Rafræn kynning verður á framfaravoginni 25. nóvember nk. Lýðheilsuráð er hvatt til að sitja kynninguna.
Lýðheilsuráð hvetur önnur ráð og nefndir til að sitja kynninguna.
Lýðheilsuráð leggur áherslu á að Framfaravogin verði nýtt til að bæta samfélagið á markvissan hátt.
5. Lýðheilsualmanak og upplýsingar á heimasíðu (2020110158)
Guðrún Magnúsdóttir hefur verið í samstarfi við vefstjóra heimasíðu Reykjanesbæjar um að þar verði lýðheilsumálum gerð góð skil, sérstakur hnappur verði varðandi lýðheilsumál, þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar á auðveldan hátt.
6. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)
Fundargerðirnar lagðar fram.
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember 2020.