16. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn, 11. febrúar 2021, kl. 14:00
Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Framfaravogin (2019051066)
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi ásamt Rósbjörgu Jónsdóttur frá Framfaravoginni hittu sviðsstjóra hjá Reykjanesbæ, þar sem verið var að kortleggja verkefni Framfararvogarinnar.
Formaður lýðheilsuráðs og lýðheilsufulltrúi vinna áfram í málinu í samstarfi við bæjarstjóra.
2. Aðgerðaráætlun lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar (2019100079)
Farið yfir hugmyndir sem borist hafa til lýðheilsufulltrúa er varða aðgerðaráætlun Lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar.
Lýðheilsufulltrúi heldur áfram að taka saman hugmyndirnar og raða þeim í aðgerðaráætlun í samráði við fulltrúa lýðheilsuráðs.
3. Lýðheilsusjóður (2021020112)
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi sagði frá styrk sem sótt var um í Lýðheilsusjóð og hlaut 1.000.000 kr. Styrkurinn snýr að foreldranámskeiði fyrir foreldra utan vinnumarkaðar til þess að styrkja þau sem leiðtogar barna sinna í anda Allir með! verkefnisins. Markmið er að foreldrar geti enn frekar stutt við börn og fylgt þeim eftir í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Námskeiðið verður á vegum Kvan.
Lýðheilsurráð fagnar verkefninu og telur afar brýnt að sinna málaflokknum, sér í lagi í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
4. Heilsustígar (2020021338)
Guðrún Magnúsdóttir fer með hugmynd um heilsustíga á Suðurnesjum inn í samráðshóp um heilsueflingu á Suðurnesjum.
5. Sjálfbærni Reykjanesbæjar (2021010385)
Tekið var til umræðu mikilvægi samspils á milli lýðheilsu og sjálfbærni í Norrænu velferðarsamfélagi. Lýðheilsufulltrúa falið að senda skýrsluna á kjörna fulltrúa.
6. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021391)
Lýðheilsuráð fagnar stefnunni sem er fagleg og vel unnin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar 2021.