2. fundur

09.10.2019 08:15

2. fundur lýðheilsuráðs var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. október 2019, kl. 08:15

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum (2019050505)

Á fundinn mætti Markús I. Eiríksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og fór yfir stöðu HSS og lýðheilsumál.

2. Veip reykingar barna og ungmenna í Reykjanesbæ (2019100078)

Í ný liðinni forvarnarviku voru kynntar niðurstöður rannsóknar um veip reykingar barna og ungmenna í Reykjanesbæ.
Anna Sigríður Jóhannesdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu: „Ég legg til að Lýðheilsuráð finni leiðir til að draga úr notkun veip-reykinga barna og ungmenna í Reykjanesbæ í samstarfi við Samtakahópinn en þar eru námsráðgjafar og lögregla ásamt fleira fólki sem vinnur í forvarnarstarfi“. Lýðheilsuráð tekur undir þessa tillögu.

3. Stefnumótun í lýðheilsumálum í Reykjanesbæ (2019100079)

Eitt af fyrstu verkefnum lýðheilsuráðs er stefnumótun í lýðheilsumálum, í samstarfi við íbúa, hagsmunaaðila og sérfræðinga í Reykjanesbæ.

4. Lýðheilsusjóður (2019100080)

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Lýðheilsusjóð hjá Embætti landlæknis fyrir árið 2020. Lýðheilsuráð felur lýðheilsufræðingi að sækja um í sjóðinn með áherslu m.a. á nýsköpun í heilsueflingu og önnur verkefni í samstarfi við forvarnarfulltrúa.

Fylgigögn:

Auglýsing embættis landlæknis

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 15. október 2019.