22. fundur

16.09.2021 14:00

22. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 16. september 2021, kl. 14:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Aðgerðir vegna lýðheilsuvísa (2021040032)

Lýðheilsuráð heldur áfram vinnu sinni að aðgerðaráætlun er snýr að nýútkomnum lýðheilsuvísum Embættis landlæknis.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða lýðheilsuvísa Suðurnesja

2. Fundargerð Samtakahópsins (2021010500)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 2. september 2021

3. Tölulegar upplýsingar 2021 (2021090295)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram tölulegar upplýsingar.

4. Heilsutengdir viðburðir (2021080347)

Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja fer fram 4.- 10. október 2021. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir er hvött til virkrar þátttöku í heilsu- og forvarnarvikunni. Dagskráin verður auglýst á vefsíðum sveitarfélaganna á Suðurnesjum og samfélagsmiðlum.

Ráðið felur Heru að hafa samband við HSS varðandi samstarf um eflingu þátttöku kvenna í skimun fyrir krabbameini.

5. Heilsueflandi samfélag - kort og göngustígar (2019050505)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn og fóru yfir stöðu heilsustíga.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. september 2021.