26. fundur

08.02.2022 14:00

26. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 8. febrúar 2022 kl. 14:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Rýnihóparannsókn - lýðheilsa á Suðurnesjum (2022020201)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi greindi frá rýnihóparannsókn um lýðheilsu á Suðurnesjum sem er í undirbúningi og verður framkvæmd af Félagsvísindastofnun á næstu vikum. Rannsóknin er unnin sem framhald af stærra samfélagsgreiningar verkefni á Suðurnesjum.

2. Fjölskyldutími í íþróttahúsum í Reykjanesbæ (2022020202)

Um langt skeið hefur verið kallað eftir opnum fjölskyldutímum í íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ. Tilgangurinn er að foreldrar geti komið saman og stundað íþróttir með börnum sínum.

Lýðheilsuráð tekur undir þær hugmyndir og beinir til lýðheilsufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra og kostnaðarmeta hugmyndirnar um fjölskyldutíma í Reykjanesbæ til eflingar heilsu og samveru íbúa í bæjarfélaginu.

3. Heilsueflandi viðburðir 2022 (2021080347)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir þá viðburði sem eru framundan í mars. Framundan er Mottumars sem er átak til að vekja athygli á krabbameini karlmanna og rafrænir fyrirlestrar fyrir fullorðna og ungmenni um mikilvægi svefns.

4. Kynning á visitreykjanesbaer.is (2021110285)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu mætti á fundinn og kynnti nýja vefsíðu hjá Reykjanesbæ, visitreykjanesbaer.is. Hún sýndi nefndarmönnum með hvaða hætti vefsíðan nýtist bæjarbúum og ferðamönnum, en á síðunni mun verða hægt að sjá alla viðburði og afþreyingu sem snúa að menningu, útivist og o.fl. tengt mannlífi í Reykjanesbæ.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. febrúar 2022.