27. fundur

08.03.2022 14:00

27. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12 8. mars 2022, kl. 14:00

Viðstaddir: Guðrún Ösp Theodórsdóttir varaformaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Guðrún Pálsdóttir og Kristín Gyða Njálsdóttir.

Jóhann Friðrik Friðriksson boðar forföll, varamaður Díana Hilmarsdóttir sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Tillaga um félagsstarf eldri borgara (2022030121)

Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður í lýðheilsuráði fór yfir tillögu þar sem hún lagði til að efla félagsstarf eldri borgara í Reykjanesbæ. Hún benti á mikilvægi þess að að koma í veg fyrir félagslega einangrun og draga úr einmanaleika fólks á efri árum. Mögulega væri hægt að nýta Nettóhöllina eða akademíuna hluta úr degi fyrir eldra fólk til að koma saman í kaffi, spila golf, fá fræðslu eða hitta annað fólk.

Lýðheilsuráð felur lýðheilsufulltrúa að vinna áfram í málinu og kortleggja þær tómstundir sem eru í boði fyrir eldri borgara nú þegar.

2. Heilsueflandi móttaka (2022030123)

Guðrún Karítas Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mætti á fundinn og hélt kynningu um heilsueflandi móttöku á HSS ásamt því að veita stutta fræðslu um tengsl lífsstíls við krabbamein og langvinna sjúkdóma.

3. Hvatagreiðslur og þátttaka barna í íþróttum og framboð hreyfingar og tómstunda fyrir eldri borgara (2022030124)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir hvatagreiðslur og þátttöku barna í íþróttum í Reykjanesbæ ásamt því að kynna þá fjölbreyttu hreyfingu og tómstundir sem standa eldri borgurum til boða.

Með því að smella hér má skoða frístundavef á Suðurnesjum

Með því að smella hér má finna upplýsingar um hvatagreiðslur hjá Reykjanesbæ

Með því að smella hér má finna upplýsingar um tómstundir fyrir eldri borgara í Reykjanesbæ

4. Heilsutengdir viðburðir 2022 (2021080347)

Erindi frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. mars 2022.