28. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 12. apríl 2022, kl. 14:00
Viðstaddir: Guðrún Ösp Theodórsdóttir varaformaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Hrafn Ásgeirsson.
Jóhann Friðrik Friðriksson boðar forföll, varamaður Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sat fundinn. Kristín Gyða Njálsdóttir boðar forföll, varamaður Hrafn Ásgeirsson sat fundinn. Anna Sigríður Jóhannesdóttir boðar forföll, varamaður Birgitta Rún Birgisdóttir sat fundinn.
Að auki sátu fundinn Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi, Ragnheiður Anna Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
1. Kynning á barnvænu sveitarfélagi (2020021548)
Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn og hélt kynningu um barnvænt sveitarfélag og innleiðingu verkefnisins ásamt því að fara yfir greinargerð um stöðumat á barnvænu sveitarfélagi í Reykjanesbæ.
2. Kynning á starfsemi ungmennaráðs Reykjanesbæjar (2020120187)
Ragnheiður Anna Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Reykjanesbæjar og Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags héldu sameiginlega kynningu um starf ungmennaráðs og komu fram með hugmyndir um hvernig megi bæta lýðheilsu ungmenna í Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða Facebook síðu ungmennaráðs Reykjanesbæjar
3. Samstarf við Krabbameinsfélag Íslands (2022040251)
Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi greindi frá stöðu skýrslu sem Krabbameinsfélag Íslands vinnur nú að um nýgengni krabbameina á Suðurnesjum.
4. Heilsueflandi viðburðir 2022 (2021080347)
Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir viðburði sem eru fyrirhugaðir í apríl. Framundan er kennsla á útiæfingatækin fyrir alla bæjarbúa í þeim tilgangi að kenna íbúum að nota tækin og hvetja þannig til aukinnar hreyfingar og útiveru. Þjálfarar á vegum Heilsuakademíu Keilis munu sjá um kennslu en hún fer fram á sumardaginn fyrsta, 21. apríl nk., milli kl. 16-17 í Skrúðgarðinum.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða viðburð á kennslu á útitækjum í Skrúðgarðinum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2022.