56. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. mars 2025, kl. 14:00
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
1. Kynning á nýrri lágþröskuldarþjónustu fyrir ungmenni (2025020047)
Díana Hilmarsdóttir forstöðumaður Bjargarinnar, Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi og Svala Rún Magnúsdóttir aðstoðarforstöðumaður Fjörheima og 88 hússins mættu á fundinn og kynntu nýja þjónustu sem hefur það að markmiði efla vellíðan, sjálfsstyrk og félagslega færni ungs fólks, óháð aðstæðum þess. Þjónustan verður ókeypis og verður aðgengileg öllum ungmennum sem þurfa á stuðningi að halda.
Lýðheilsuráð fagnar þessu framtaki og telur afar mikilvægt að bæta úr stuðningi við börn og ungmenni í Reykjanesbæ varðandi lágþröskuldarþjónustu fyrir ungmenni sem er í anda þess sem ungmennaráð Reykjanesbæjar hefur kallað eftir.
2. Staða ungmenna í Reykjanesbæ 2025 (2024030103)
Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi og Svala Rún Magnúsdóttir aðstoðarforstöðumaður Fjörheima og 88 hússins mættu á fundinn mættu á fundinn og ræddu almennt um stöðu ungmenna í Reykjanesbæ.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir vel unnin störf og hvetur til áframhaldandi góðra verka.
3. Fundargerð Samtakahópsins (2025020056)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgdi úr hlaði fundargerð Samtakahópsins.
Lýðheilsuráð vill hrósa Samtakahópnum fyrir vel heppnaða fundarherferð sem hópurinn stóð fyrir og telur afar mikilvægt að ná tökum á skjátíma barna og ungmenna.
4. Uppgjör hvatagreiðslna eldri borgara 2024 (2025010545)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir nýtingartölur vegna hvatagreiðslna fyrir eldri borgara árið 2024.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir kynninguna og leggur áherslu á að hér sé um mikilvægt lýðheilsuverkefni að ræða.
5. Mottumars 2025 (2025030140)
Lýðheilsuráð minnir á Mottumars.
Ráðið er að skipuleggja viðburð í tengslum við Mottumars í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Áætlað er að viðburðinn verði haldinn fimmtudaginn 27. mars nk. í Vatnaveröld. Viðburðurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.
6. Vitundarvakningin góða skólaskemmtun (2025030139)
Gögn lögð fram til kynningar.
Hafþór Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma upplýsingunum á þau er málið varðar.
7. Lífshlaupið 2025 (2025020052)
Lýðheilsuráð þakkar íbúum og starfsfólki Reykjanesbæjar fyrir þátttöku sína í Lífshlaupinu í ár.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45.Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. mars 2025.