6. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 11. mars 2020, kl. 08:15
Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Framfaravogin 2020 (2019051066)
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur kynnti samkomulag um áframhaldandi samstarf um Framfararvogina. Hugmynd er um aukið samstarf á milli sveitarfélaganna varðandi þá mælikvarða sem nýttir verða í Framfararvoginni. Ljóst er að vinna þarf meiri þróunarvinnu varðandi mælikvarða svo tryggt sé að hægt sé að nýta þá í markvissri vinnu.
2. Stefnumótun í lýðheilsumálum (2019100079)
Guðrún Magnúsdóttir kallar eftir tilnefningum frá hagsmunahópum sem Lýðheilsuráð telur að þurfi að vera í samráðshópi um heilsueflandi samfélag. Einnig verður auglýst eftir aðilum sem hafa áhuga á að taka þátt í samráðshópi í vikunni.
3. COVID 19 (2020030167)
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur fór yfir viðbragðsáætlun og upplýsingagjöf til íbúa og starfsmanna í samráði við Embætti Landlæknis.
Formaður kynnti upplýsingar um faraldurinn. Lýðheilsuráð leggur áherslu á heildræna nálgun gagnvart viðbrögðum. Leggja þarf áherslu á upplýsingaflæði réttra upplýsinga og áhrifum faraldursins á andlega heilsu og efnahag. Lýðheilsuráð leggur áherslu á að koma á framfæri upplýsingum til íbúa af erlendu bergi og auðskiljanlegum upplýsingum til barna.
Lýðheilsuráð telur stofnun neyðarstjórnar Reykjanesbæjar mikilvægt skref í að samræma aðgerðir gegn þeirri vá sem blasir við vegna COVID 19 veirunnar hér á landi. Lýðheilsuráð leggur sitt á lóð vogarskálarinnar í þeirri viðleitni að tryggja líkamlega og andlega heilsu íbúa Reykjanesbæjar á þeim óvissutímum sem framundan eru. Daglega er fundað um stöðu mála og ákvarðanir teknar í samræmi við viðbragðsáætlanir og ráðleggingar yfirvalda. Lýðheilsuráð hvetur almenning til þess að fara eftir sannreyndum leiðbeiningum frá Embætti landlæknis þar sem veigamesti þáttur forvarna gegn smiti er heilsuhegðun hvers og eins.
Fylgigögn:
Viðbragðsáætlun heimsfaraldur 3.útg.2020
4. Lýðheilsuupplýsingar (2020010024)
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur fór yfir hugmynd að handriti varðandi kynningarmyndband um lýðheilsu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2020.