10. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Hljómahöll, 3. júní 2020, kl. 08:30
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum/auknu atvinnuleysi vegna Covid 19 (2020040083)
Á fundinn mætti Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar sem fór yfir helstu verkefni í tengslum við Covid 19, um er að ræða 350 - 400 ný sumarstörf í sveitarfélaginu sem er gríðarleg fjölgun frá síðasta ári.
Á fundinn mætti Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála og kynnti markaðsáætlun sumarsins.
Á fundinn mætti Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir verkefnastjóri ferðamála sem fór yfir stöðu ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 og framtíðarhorfur. Einnig var farið yfir áherslur á ferðasýningunni Vestnorden 2020.
2. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)
Ráðið er sammála helstu áherslum í drögunum en óskar eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi:
a. Sjálfbær ferðaþjónusta með tilliti til náttúruverndar og umgengni.
b. Átak verði gert í merkingum og skiltagerð á vegum sveitarfélagsins og fyrirtækja. Leggja þarf áherslu á vörumerkið Reykjanesbær.
3. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2019051729)
Ráðið samþykkir að halda áfram vinnu við menningarstefnu Reykjanesbæjar.
4. Barnamenningarhátíð 2020
Vegna samkomubanns og skerðinga á skólastarfi var ekki hægt að halda hátíðina með því fyrirkomulagi sem tíðkast hefur. Sú leið var farin að skrásetja með myndböndum þá vinnu sem þegar hafði átt sér stað í leik-, grunn- og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Myndböndin voru birt á samfélagsmiðlum Listasafns Reykjanesbæjar og hver skóli fær einnig sitt eigið myndband. Þá sá Súlan verkefnastofa um undirbúning þrautaleiks fjölskyldunnar með áherslu á útilistaverk í bænum í samstarfi við Skemmtigarðinn og lýðheilsufulltrúa Reykjanesbæjar. Leikurinn var spilaður í öllum hverfum Reykjanesbæjar með símann að vopni og hafði að markmiði að fjölskyldur gætu skemmt sér saman með góðri hreyfingu. Leikurinn tókst afar vel og verður endurtekinn á 17. júní.
5. Sjómannadagurinn í Reykjanesbæ (2020050591)
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur með dagskrá í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar. Dagskráin er unnin í samstarfi nokkurra aðila og hefst með sjómannamessu sem haldin er til skiptis á vegum Keflavíkurkirkju og Njarðvíkurkirkju og í ár er hún haldin á vegum Njarðvíkurkirkju. Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir messar. Eftir messuna verður kynning Byggðasafns Reykjanesbæjar á nýjum sýningum safnsins einkum sýningu um árabátatímann í tilefni dagsins. Í lok dagskrár er lagður krans við minnismerki sjómanna við Hafnargötu fyrir tilstilli Vísis,félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Vélstjórafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
Ráðið samþykkir dagskrána.
6. Hátíðardagskrá 17. júní 2020 (2020040098)
Drög að dagskrá lögð fram:
Kl. 12 Hátíðarguðþjónusta í Keflavíkurkirkju
Kl. 13 Hátíðardagskrá streymt úr skrúðgarðinum í Keflavík:
Þjóðfáninn dreginn að húni: Inga María Ingvarsdóttir
Þjóðsöngur: Karlakór Keflavíkur
Setning: Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar
Ávarp fjallkonu
Ræða dagsins: Sveinbjörg Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Dagskrá fyrir fjölskyldur:
Þrautaleikur fjölskyldunnar í samstarfi Reykjanesbæjar og Skemmtigarðsins. Hvatning til íbúa til að flagga og/eða setja fána út í glugga, gera sér glaðan dag. T.d. að skipuleggja götugrill/hverfisgrill eða leiki í hverfinu.
Kvölddagskrá fyrir ungmenni 5.-10.bekk í Fjörheimum: Ingó veðurguð með hljómsveit.
7. Ljósanótt 2020 (2020050590)
Undirbúningur fyrir Ljósanótt er í fullum gangi. Vel er fylgst með tilmælum og fyrirmælum yfirvalda og brugðist við eftir þörfum. Umfang hátíðarinnar mun taka mið af þeim.
8. Ársskýrsla Listasafns Reykjanesbæjar (2020040419)
Ársskýrslan lögð fram. Ráðið þakkar framkomna ársskýrslu og hrósar starfsmönnum fyrir greinagóða skýrslu. Samantekt úr skýrslunni:
• Listasafn Reykjanesbæjar er eina listasafnið á Suðurnesjum.
• Safnaukinn 2019 samanstóð af 90 verkum og er safneignin nú orðin 1166 verk.
• 20 sýningar settar upp á vegum safnsins á árinu. 5 í Listasal, 5 í Bíósal, 1 í Gryfjunni, 6 í Stofunni, 2 í Bátasal og 1 á Keflavíkurtúni.
• Listasafnið heldur úti vefsíðu reykjanesbaer.is/listasafn, fésbókarsíðu og instagramreikningi.
• Útgefnar voru fimm sýningarskrár.
• Safnkostur telst fullskráður. Öll verk hafa verið yfirfærð í Sarp sameiginlegan gagnagrunn fyrir listasöfnin í landinu.
• 1900 nemendur heimsóttu safnið.
• Listasafnið rak Listaskólann og hélt 2 sumarnámskeið fyrir 7-13 ára börn.
• Listasafnið stýrði verkefnunum Listahátíð barna og Listaskóli barna.
• Fjórir fastráðnir starfsmenn eru við safnið í 3.20 stöðugildum, tveir lausráðnir í hlutastörfum og sex sem tóku að sér tímabundin verkefni.
• Gestum fækkaði á milli ára. Heildargestafjöldi var 25.268 sbr. 31.845 frá árinu áður.
Fylgigögn:
Ársskýrsla Listasafns Reykjanesbæjar
9. Mælaborð Súlunnar (2020040101)
Mælaborð lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2020.