3. fundur

06.11.2019 08:30

3. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Gömlu búð þann 6. nóvember 2019, kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Húsnæðismál (2019110002)

Á fundinn mætti Eiríkur Páll Jörundsson forstöðumaður Byggðasafnsins og fór yfir húsakost safna Reykjanesbæjar. Eiríki er þakkað fyrir góða kynningu. Forstöðumanni falið að vinna að heildaráætlun.

Fylgigögn:

Safnahús

2. Atvinnumál – viðskiptaþróun (2019100481)

Á fundinn mætti Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar og fór yfir framtíðarsýn hafnarinnar, markaðssetningu lóða í Helguvík, uppbyggingu á Reykjanesi og fleiri mál.
Út frá forsendum atvinnuþróunar er mikilvægt að skapa heildræna stefnu sem miði að því að samræma ákvarðanir og markmið um uppbyggingu í bæjarfélaginu. Með tilkomu Súlunnar og ekki síst nýrrar stjórnar hennar í gegnum atvinnu- og menningarráð skapast tækifæri til að finna slíkri stefnu bæði farveg og heimili. Í nýrri stefnu Reykjanesbæjar til ársins 2030 er sérstök áhersla lögð á uppbyggingu fjölbreyttra vel launaðra starfa. Hlutverk bæjarfélagsins og þá Súlunnar er þá að gera sitt besta til að tryggja að tækifæri til slíkra starfa eflist og verði til í auknum mæli í bæjarfélaginu. Það verður ekki síst gert með því að leita leiða til að efla þau tækifæri sem leiða til hámörkunar á virðisauka í viðskiptum, hvort sem hann er skapaður með þekkingu eða innviðum, svo sem aðgangi að orku, hafnaraðstöðu og flugi.

3. Mælaborð Súlunnar – verkefnastofu (2019100475)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður fór yfir mælaborð frá janúar – september.

Fylgigögn:

Mælaborð

4. Erindisbréf (2019090453)

Málinu frestað.

5. Forstöðumaður safna (2019100108)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður upplýsti ráðið um að auglýst verði eftir safnstjóra Listasafnsins á næstunni.

6. Pólsk menningarhátíð (2019080728)

Ráðið hvetur bæjarbúa til að mæta á Pólsku menningarhátíðina sem fram fer í annað sinn laugardaginn 9. nóvember nk. á Nesvöllum og verður þemað Persónulegar sögur og vinátta.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 19. nóvember 2019