36. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 23. september 2022, kl. 08:15
Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Eva Stefánsdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi, Betsý Ásta Stefánsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
Menningar- og atvinnuráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Samanburður Byggðasafna, fjallað um málið í fundarlið nr. 12.
1. Framtíðarsýn bóksafnsins (2021060226)
Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður bókasafnsins mætti á fundinn og kynnti samþykkta framtíðarstefnu Bókasafns Reykjanesbæjar.
Menningar- og atvinnuráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og hvetur til að skipaður verði starfshópur til endurskoðunar á húsnæði menningarstofnana og starfsemi þeirra til að tryggja að framtíðarstefnur í menningarmálum verði að veruleika. Forstöðumanni Súlunnar falið að vinna að málinu.
2. Barnvænt sveitarfélag (2020021548)
Hjörtur Magni Sigurðsson, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, mætti á fundinn og kynnti innleiðingarferli Barnvæns sveitarfélags, aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar og réttindafræðslu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga á vegum UNICEF Akademíunnar sem er rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi.
3. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2022090415)
Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi kynnti samþykkta menningarstefnu Reykjanesbæjar.
4. Jólaverkefni (2022090416)
Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi fór yfir fjárhagsstöðu jólaverkefna.
Menningar- og atvinnuráð hvetur til þess að fjárveiting verði tryggð í jólaverkefnin og vísar erindinu í bæjarráð.
5. Gjaldskrá Duus safnahúsa og listaskólans (2022090424)
Drög að gjaldskrá Duus safnahúsa og Listaskóla barnanna fyrir árið 2023 lögð fram til kynningar.
6. Atvinnumál (2021010176)
Máli frestað.
7. Fjárhagsáætlun 2023 (2022080148)
Drög fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 lögð fram til kynningar.
8. Áhersluverkefni Súlunnar 2023 (2022090418)
Áhersluverkefni Súlunnar árið 2023 lögð fram.
9. Mælaborð Súlunnar (2022030348)
Mælaborð lagt fram.
10. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2022 (2022090419)
Ráðið felur menningarfulltrúa að auglýsa eftir tillögum að verðugum handhafa menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2022.
11. Byggðamerki Reykjanesbæjar (2022080291)
Samningur lagður fram til samþykktar við fyrirtækið Familj þar sem samkomulag er um að þau fái að nota byggðamerki bæjarins á söluvarning þeirra. Forstöðumanni Súlunnar er falið að ljúka málinu.
12. Samanburður byggðasafna (2022090437)
Menningar- og atvinnuráð telur mikilvægt að fjármagn sé tryggt í starfsemi byggðasafnsins þannig að hægt sé að viðhalda grunnstarfsemi þess og halda áfram því mikilvæga starfi að skrásetja sögu svæðisins og miðla. Ráðið telur mikilvægt að gerð verði úttekt á framlögum Reykjanesbæjar til menningarmála, með vísun í dagskrárlið nr. 1.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2022.