41. fundur

28.02.2023 13:15

41. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Ramma, 28. febrúar 2023, kl. 13:15

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir, Gunnar Jón Ólafsson og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

Eva Stefánsdóttir boðaði forföll, Gunnar Jón Ólafsson sat fundinn.

1. Markaðsstefna Reykjanesbæjar (2021110284)

Ákveðin voru næstu skref við vinnu á markaðsstefnu Reykjanesbæjar.

2. Mælaborð Súlunnar 2022 (2022030348)

Þórdís Ósk Helgadóttir mætti á fundinn og fór yfir mælaborð ársins 2022.

3. Fjárhagsáætlun 2023 (2022080148)

Þórdís Ósk Helgadóttir mætti á fundinn og fór yfir ýmsa þætti í fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2023.

4. Ársskýrslur 2022 (2023020573)

Ársskýrslur sviðsins fyrir 2022 lagðar fram.

Menningar- og atvinnuráð þakkar starfsfólki fyrir vel unnar skýrslur.

5. BAUN í Reykjanesbæ – barna- og ungmennahátíð (2023020574)

Undirbúningur fyrir BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ er hafin og fer hún fram dagana 27. apríl – 7. maí. Yfirmarkmið Baunarinnar er að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa. Þrjú megin verkefni hátíðarinnar eru Listahátíð barna í Duus safnahúsum, Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa og BAUNabréfið sem er leiðarvísir fyrir börn og fjölskyldur að margs konar skemmtilegum verkefnum.

Ráðið hvetur stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki að huga sérstaklega að börnum og fjölskyldum þeirra á þessu tímabili og bjóða upp á dagskrá, viðburði, fræðslu, tilboð eða annað sem við á og tengja sig þannig við hátíðina. Menningarfulltrúi veitir nánari upplýsingar um málið.

6. Aðventugarðurinn (2022090416)

Skýrsla fyrir Aðventugarðinn lögð fram.

Ráðið þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

7. Aðventusvellið (2022090416)

Skýrsla fyrir Aðventusvellið lögð fram.

Ráðið þakkar rekstraraðilum þeirra framlag.

8. Safnahelgi á Suðurnesjum (2023020575)

Söfn á Suðurnesjum bjóða upp á sameiginlega dagskrá helgina 17. – 19. mars n.k. og nefnist þessi árlegi viðburður Safnahelgi á Suðurnesjum. Markmiðið er að kynna fyrir íbúum og landsmönnum hin fjölbreyttu söfn og sýningar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á. Þetta er liður í menningarferðaþjónustu svæðisins. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og margir skemmtilegir viðburðir verða á döfinni. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin af þessu tilefni. Sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

9. 17. júní 2023 (2023020576)

Menningarfulltrúi kynnti framkvæmd 17. júní hátíðarhalda fyrir ráðinu. Á tímum heimsfaraldurs var sú leið farin að brjóta hátíðarhöldin upp og færa út í hverfi bæjarins. Ljóst er að slíkar aðgerðir eru bæði dýrari og flóknari í framkvæmd en að vera með dagskrá á einum stað. Í ljósi fjárhagsramma hátíðarinnar og til að nýta megi fjármagn með sem bestum hætti leggur ráðið til að framkvæmd hátíðarhaldanna fari aftur í fyrra horf og fari fram í skrúðgarðinum við Tjarnargötu.

Menningar- og atvinnuráð hvetur aðrar deildir og stofnanir til þess að koma að 17. júní dagskrá Reykjanesbæjar með beinum hætti.

10. Menningarsjóður Reykjanesbæjar 2023 (2023010516)

Umsóknarfrestur í Menningarsjóð Reykjanesbæjar rann út 19. febrúar sl. Alls bárust 21 umsókn um verkefnastyrk og 11 umsóknir um þjónustusamning. Ráðið fer nú yfir umsóknir og niðurstöður úthlutunar liggja fyrir á mars fundi.

11. Erindi frá Kvennakór Suðurnesja (2023010685)

Lögð fram beiðni til bæjarráðs Reykjanesbæjar frá Kvennakór Suðurnesja. Bæjarráð vísaði beiðninni til menningar- og atvinnuráðs.

Menningar- og atvinnuráð getur ekki orðið við beiðni um neyðarstyrk en vísar í Menningarsjóð Reykjanesbæjar. Ráðið felur menningarfulltrúa að vinna að lausn í húsnæðismálum fyrir kórinn.

12. Byggðasafn Reykjanesbæjar (2023020580)

Byggðasafn Reykjanesbæjar hlaut á dögunum svokallaðan Öndvegisstyrk úr Safnasjóði en öndvegisstyrkir eru nýr flokkur styrkja sem úthlutað er til 2-3 ára. Byggðasafnið hlaut kr. 12.000.000 sem gerir safninu kleift að byggja upp nýja grunnsýningu fyrir safnið sem sett verður upp í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa en stefnt er að opnun hennar árið 2025.

Menningar- og atvinnuráð ítrekar mikilvægi þess að sveitarfélagið tryggi Byggðarsafninu mótframlag við styrkinn.

13. Hljómahöll – styrkir til tónleikahalds (2023020577)

Minnisblað lagt fram og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2023.