5. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn hjá Markaðsstofu Reykjaness á Ásbrú, 22. janúar 2020, kl. 08:30
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Kynning á starfsemi Markaðsstofu Reykjaness og Heklu atvinnuþróunarfélags (2020010291)
Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum, verkefnastjórarnir Þuríður H. Aradóttir Braun og Daníel Einarsson kynntu starfsemi Heklunnar atvinnuþróunarfélags, Markaðsstofu Reykjaness, og Reykjanes Geopark.
Heklunni er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Suðurnesjum með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri, kynna fjárfestingakosti og efla Suðurnes sem eftirsóttan búsetukost. 450 milljónir hafa komið á svæðið í atvinnuþróun árin 2015- 2019 í gegnum Sóknaráætlun Suðurnesja.
Helsta hlutverk Markaðsstofu Reykjaness er að samræma markað- og kynningamál fyrir ferðaþjónustu á Reykjanesi. Einnig að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað.
Reykjanes Geopark er viðurkennt af UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Með því að vekja athygli á mikilvægum jarðminjum í sögu- og samfélagslegu samhengi, stuðlar Reykjanes Geopark að sterkari staðarvitund íbúa og styrkir þannig samband þeirra við svæðið.
Ráðið þakkar góða kynningu.
2. Húsnæðismál (2019110002)
Málinu frestað.
3. Flugvöllur í Hvassahrauni (2019060034)
Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn og kynnti minnisblað.
Fylgigögn:
Minnisblað fyrir Menningar- og atvinnuráð
4. Starfsáætlun Súlunnar (2019120103)
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður lagði fram starfsáætlun Súlunnar.
5. Styrkur frá Ferðamálastofu (2020010294)
Ferðamálastofa kynnti í lok árs 2018 að nýjar áherslur verði í rekstarstuðning upplýsingamiðstöðva. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu er unnið að því að stofna áfangastaðastofur, ráðgert er að eitt af hlutverkum þeirra verði upplýsingamiðlun til ferðamanna. Á árinu 2020 hyggst Ferðamálastofa ráðstafa þeim fjármunum sem farið hafa til upplýsingamiðstöðva til markaðsstofa landshlutanna til að sinna upplýsingamiðlun hver á sínu svæði. Hverri markaðsstofu verður í sjálfsvald sett hvernig fjármunum er ráðstafað.
Markaðsstofa Reykjaness mun halda áfram að veita styrk vegna ársins 2020 og endurskoða fyrirkomulagið fyrir árið 2021.
Fylgigögn:
Tölvupóstur
6. Menningarsjóður 2020 (2020010292)
Guðlaug María Lewis mætti á fundinn og fór yfir verkferil umsókna um menningarstyrki. Þórdísi Ósk Helgadóttur forstöðumanni er falið að auglýsa menningarstyrki/þjónustusamninga sem fyrst. Umsóknarfrestur verður til 16. febrúar nk.
7. Slökkviliðssafn (2020010293)
Málinu frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. febrúar 2020