55. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. júní 2024, kl. 08:30
Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi, Sóley Guðjónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Eva Stefánsdóttir boðaði forföll. Díana Hilmarsdóttir sat fundinn í hennar stað.
1. Reykjanesbær 30 ára – afmælisvika (2024010135)
Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir viðburði 30 ára afmælisviku Reykjanesbæjar sem er í gangi núna.
Menningar- og þjónusturáð lýsir yfir ánægju sinni með dagskrá afmælisvikunnar og óskar íbúum til hamingju með 30 ára afmæli Reykjanesbæjar.
2. Hafnargata 2a og 2b (2022110463)
Menningar- og þjónusturáð leggur til að á meðan ekki hafa verið teknar ákvarðanir um framtíðarnýtingu Svarta pakkhússins verði það nýtt sem aðstaða fyrir menningar- og handverkshópa í sveitarfélaginu eins og aðstæður leyfa með lágmarkslagfæringum til að standast brunakröfur. Ráðið leggur til, að því gefnu að öryggiskröfum verði fullnægt, að gerðir verði samningar við félögin til eins árs í senn frá og með næsta starfsári og felur Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
3. Breyting á sumarsýningu Listasafni Reykjanesbæjar (2024030443)
Lagt fram til upplýsinga.
4. Hugmynd að útilistaverki (2024060080)
Menningar- og þjónusturáð vísar erindi Guðmundar R. Lúðvíkssonar um kaup á útilistaverki til umsagnar hjá Listasafni Reykjanesbæjar.
5. 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins (2024030022)
Menningar- og þjónusturáð sendir íbúum hamingjuóskir í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins og hvetur þá til að kynna sér þá dagskrá sem boðið er upp á af því tilefni á vefsíðunni lydveldi.is. Ráðið vekur einnig athygli á því að bókin, Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, sem er gjöf til landsmanna liggur nú frammi í Bókasafni Reykjanesbæjar og í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut þar sem íbúar geta nálgast hana. Ráðið vekur einnig athygli á þátttöku kórafólks úr Reykjanesbæ í hátíðarhöldum í skrúðgarðinum á 17. júní sem er sérstakur áhersluþáttur í lýðveldisafmælisdagskránni. Loks hvetur ráðið íbúa til að skoða sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum þar sem líklega stærsti fáni landsins, sem dreginn var að húni á Þingvöllum við stofnun lýðveldisins, er til sýnis.
6. Listasafn Reykjanesbæjar (2024030443)
Listasafn Reykjanesbæjar opnaði tvær sýningar miðvikudaginn 12. júní kl. 17:00 - 19:00, í 30 ára afmælisviku Reykjanesbæjar.
Erlingur Jónsson
Í innri sal verður sýning á verkum listamannsins Erlings Jónssonar (1930-2022) úr einkasafni fjölskyldu hans. Einnig verða sýndar ljósmyndir af listamanninum sem eru í eigu listasafnsins.
Erlingur fæddist í Móakoti á Vatnsleysuströnd, ólst upp lengst af í Hafnarfirði og flutti til Keflavíkur þar sem hann starfaði sem kennari til fjölda ára. Erlingur einbeitti sér alla tíð að listsköpun meðfram kennslustörfum, hafði frumkvæði af því að stofna Baðstofuna, myndlistarskóla í Keflavík og einnig vann hann lengi með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara. Erlingur fór til Noregs á áttunda áratugnum til þess að mennta sig í myndlist. Að loknu námi kenndi hann við framhaldsskóla í Osló og síðan við listadeild háskólans í Osló.
Árið 1991 var Erlingur fyrstur til þess að hljóta útnefninguna bæjarlistamaður Keflavíkur, nú Reykjanesbæjar, en stór hluti útilistaverka bæjarins eru eftir hann. Einnig eru skúlptúrar eftir Erling á opinberum stöðum í Noregi og Danmörku.
Inn í ljósið
Listasafn Reykjanesbæjar er að flytja safneign sína í nýtt varðveisluhús í sumar og í því ferli hefur ýmislegt dýrmætt komið í ljós. Sýningin „Inn í ljósið“ samanstendur af verkum úr safneign og aðallega landslagsverkum eftir íslenska listmálara. Þar á meðal er verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem listasafnið fékk að gjöf frá Íslandsbanka.
Listamenn:
Áki Gränz, Ásgrímur Jónsson, Ásta Árnadóttir, Ásta Pálsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Eiríkur Smith, Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Guðmundur Maríasson, Gunnhildur Þórðardóttir, Gunnlaugur St. Gíslason, Ilmur Stefánsdóttir, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Magnús Á. Árnason, Ólafur Túbals, Pétur Friðrik Sigurðsson, Sigmar V. Vilhelmsson, Þorlákur R. Haldorsen.
Sýningarnar munu standa til 18. ágúst 2024.
Menningar- og þjónusturáð og Listasafn Reykjanesbæjar hvetur bæjarbúa að skoða sýningarnar sem eiga djúpar menningarlegar rætur í Reykjanesbæ.
7. Byggðasafn Reykjanesbæjar (2024010416)
Rís þú, unga Íslands merki er ný sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Um þessar mundir er því fagnað að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldisins. Þann 17. júní 1944 tók ný stjórnarskrá landsins gildi og lýðveldishátíð var haldin á Þingvöllum. Þangað fylktu landsmenn liði og er talið að á bilinu 25-30 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum.
Einn af dagskrárliðum lýðveldishátíðarinnar var fánahylling. Mikil fánastöng hafði verið reist á hátíðarsvæðinu og drógu skátar stærðarinnar fána að húni þar.
Fáninn er líklega stærsti fáni landsins, 4 x 5,85 m að stærð, sem þýðir að hann er rúmir 23 fermetrar að flatarmáli. Með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur strax að aflokum hátíðarhöldum 1944. Honum var flaggað í skrúðgarðinum þann 17. júní ár hvert frá 1945 til 1973. Þá var fánanum skipt út fyrir nýjan.
Þessi fáni er varðveittur í Byggðasafni Reykjanesbæjar og verður sýndur í Bíósal Duus safnahúsa frá 17. júní til 18. ágúst.
8. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 27. maí 2024 (2024020382)
Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 27. maí lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 20. júní 2024.