58. fundur

25.10.2024 08:30

58. fundur menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar var haldinn í Hljómahöll þann 25. október 2024, kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Eva Stefánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi, Sóley Guðjónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Elfa Hrund Guttormsdóttir boðaði forföll en Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir sat fundinn í hennar stað.

1. Reykjanesbær rokkar – kynning á námsverkefni (2024100341)

Bryndís Jóna Magnúsdóttir mætti á fundinn og kynnti verkefnið Reykjanesbær rokkar.

Menningar- og þjónusturáð þakkar fyrir kynninguna og tekur vel í verkefnið.

2. Bókasafnið í Hljómahöll - kynning á teikningum (2022110463)

Guðný Kristín Bjarnadóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar mætti á fundinn og kynnti hönnun á bókasafninu inni í Hljómahöll.

3. Rokksafn Íslands - kynning á vinnu við nýja sýningu (2024090670)

Eva Kristín Dal forstöðumaður byggðasafnsins og Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi kynntu vinnu á nýrri sýningu Rokksafns Íslands.

Menningar- og þjónusturáð tekur vel í hugmyndina um nýja sýningu og tekur undir þær áherslur sem voru kynntar.

4. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2024 – kynning á tilnefningum (2024090667)

Menningar- og þjónusturáð fór yfir tilnefningar og tók ákvörðun um hver hlýtur menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2024. Nafn verðlaunahafa verður afhjúpað í nóvember með sérstökum viðburði.

5. Aðventugarðurinn 2025 (2024100343)

Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn og Aðventusvellið er kominn á fullt skrið. Markmiðið með Aðventugarðinum er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa góða og notalega stemningu fyrir jólabörn á öllum aldri á aðventunni. Aðventugarðurinn opnar fyrstu heilu helgina í desember, þ.e. 7.-8. desember, og verður opið frá kl. 14–17 laugardaga og sunnudaga og frá kl. 18-21 á Þorláksmessu. Gautaborg ehf., rekstraraðili Aðventusvellsins, stefnir á opnun 2. nóvember og eru upplýsingar að finna á adventusvellid.is. Nú er opið fyrir umsóknir um sölukofa og skemmtidagskrá til 3. nóvember og eru allir áhugasamir hvattir til að sækja um. Menningar- og þjónusturáð hvetur handverksfólk og hugmyndaríka einstaklinga til að sækja um að koma fram í Aðventugarðinum og íbúa til að gera sér glaðan dag á aðventunni og heimsækja fallega Aðventugarðinn.

6. Mannréttindastefna Reykjanesbæjar – beiðni um umsögn (2020021548)

Bæjarráð óskar eftir umsögnum nefnda og ráða um drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar.

Menningar- og þjónusturáð felur Trausta Arngrímssyni formanni að koma athugasemdum ráðsins áfram.


Menningar- og þjónusturáð hvetur bæjarbúa til að sækja viðburði safnahelgar á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.27. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.