6. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Hljómahöll, 19. febrúar 2020, kl. 08:30
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Frumkvöðlasetur (2020010476)
Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn. Sigurgestur kynnti hugmyndir um frumkvöðlasetur. Ráðið felur verkefnastjóra viðskiptaþróunar að undirbúa opnun frumkvöðlaseturs og óska eftir aðstoð umhverfissviðs við að yfirfara húsnæði dráttarbrautarinnar 3 (skrifstofuhluta) og kostnaðarmeta viðhald.
Fylgigögn:
Nýsköpunarsmiðja í Reykjanesbæ
2. Atvinnuþróunarstefna (2020010477)
Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Verkefnastjóra falið að vinna áfram í málinu.
3. Atvinnuleysistölur (2020010478)
Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Atvinnuleysistölur lagðar fram.
Fylgigögn:
Atvinnuleysi um áramót 2020
4. Breytingar á DUUS húsum (2019110002)
Eiríkur Páll Jörundsson forstöðumaður Byggðasafnsins fór yfir hugmyndir um breytingar á Duus húsum. Ráðinu líst vel á hugmyndirnar og felur Eiríki að fá kostnaðarmat í samstarfi við umhverfissvið og kynna fyrir bæjarráði.
Fylgigögn:
Breyting á DUUS húsum
5. Slökkviliðssafn (2020010293)
Eiríki Páli Jörundssyni forstöðumaður Byggðasafnsins kynnti hugmyndir um samstarf við slökkviliðssafnið. Eiríki er falið að vinna áfram í málinu og leggja fram kostnaðarmat á næsta fundi ráðsins.
Fylgigögn:
Slökkviminjasafn
6. Húsnæðismál (2019110002)
Mat á endurbyggingu dráttarbrautarhússins lagt fram. Ráðið leggur til að fallið verði frá öllum hugmyndum um endurbyggingu hússins vegna gríðarlegs kostnaðar. Lagt er til að leitað verði annarra lausna.
Fylgigögn:
Grófin 2 - greining
7. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2019051729)
Þórdísi Ósk Helgadóttur forstöðumanni Súlunnar falið að fullklára menningarstefnu Reykjanesbæjar í samstarfi við formann ráðsins og vísa til endanlegar afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. Fundargerð Sögunefndar Keflavíkur (2019050831)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 5. fundar sögunefndar
9. Styrkir vegna menningahúsa (2020010041)
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður kynnti fyrir ráðinu styrki sem fengust á árinu 2019 og þá styrki sem búið er að tilkynna um fyrir árið 2020.
10. Framtíðarstefna bókasafnsins (2019100107)
Ráðið samþykkir framtíðarstefnu bókasafnsins og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fylgigögn:
Framtíðarsýn bókasafnsins
11. Starfsáætlun Súlunnar (2019120103)
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður lagði fram starfsáætlun Súlunnar. Ráðið samþykkir starfsáætlun Súlunnar.
12. Mælaborð Súlunnar (2019100475)
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður lagði fram mælaborð fyrir árið 2019.
Fylgigögn:
Mælaborð Súlunnar 2019
13. Rekstarsamningur Leikfélag Keflavíkur (2020010479)
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður lagði fram rekstrarsamning við Leikfélag Keflavíkur.
Ráðið samþykkir saminginn. Ráðið leggur til að umhverfissviði verði falið að kanna ástand húsnæðisins og koma að nauðsynlegu viðhaldi innandyra eins og kemur fram í 3.gr samningsins.
Leikfélagið sendi eftirfarandi kveðju „Ágæta Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar. Stjórn og félagar í Leikfélagi Keflavíkur þakka góðar viðtökur við erindi þess efnis að framlengja rekstrarsamning félagsins í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17. Félagið hefur fulla vitneskju um hug ráðsins varðandi það að húsið nýtist sem best undir sem flesta viðburði eins og hingað til hefur verið. Ykkur til upplýsinga þá eru félagar að taka í gegn salernin frammi í anddyri hússins en þau mál hafa verið óviðunandi í mörg ár. Þá er einnig fyrirhugað að leggja ný gólfefni á fremri salinn auk framkvæmda við svið. Allt eru þetta tímafrek verkefni og kostnaðarsöm en félagar munu vinna þessi verk sjálfir með aðstoð fagmanna að sjálfsögðu. Áður hafa félagsmenn tekið eitt og annað í gegn til að gera huggulegt fyrir þá sem nýta sér húsið og leikhúsgesti. Ykkur til upplýsinga þá standa nú yfir æfingar á barnasöngleiknum Benedikt Búálfi og stefnt er á frumsýningu 28.febrúar.
Bestu kveðjur. Fh. Leikfélags Keflavíkur, Guðný Kristjánsdóttir.“
14. Önnur mál (2020010011)
- Ráðið óskar Listasafni Reykjanesbæjar til hamingju með að sýning safnsins TEIKN hafi verið valin ein af 10 bestu sýningum ársins 2019 af myndlistargagnrýnendum Morgunblaðsins.
- Jafnframt óskar ráðið Guðjóni Ketilssyni myndlistarmanni til hamingju með tilnefningu til íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir sýninguna.
- Ráðið vekur athygli á þremur nýjum sýningum sem Listasafn Reykjanesbæjar opnaði í Duus Safnahúsum föstudaginn 7. febrúar kl. 18. Sýningarnar eru Sögur úr Safnasafni, sýning í tilefni 25 ára afmælis Safnasafnsins á Svalbarðsströnd, sýning á verkum úr safneign á verkum sem safnið hefur eignast á s.l. 10 árum og sýning leirlistakonunnar Arnbjargar Drífu Káradóttur, Lífangar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2020.