8. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar,fjarfundur haldinn 7. apríl 2020, kl. 12:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Atvinnuleysistölur (2020010478)
Atvinnuleysi á Suðurnesjum er 15.4% eða 2325 einstaklingar.
Í Reykjanesbæ er 17% atvinnuleysi eða 1804 einstaklingar. Lítur út fyrir að gæti farið í 24% í apríl.
65% eru Íslendingar, 23% Pólverjar og 11% af öðru þjóðerni. 55% eru karlar og 45% konur.
68% ferðaþjónustutengt.
Aldursskipting er: 27% 18-29 ára, 32% 30-49 ára, 21% 50-69 ára.
3000 einstaklingar á Suðurnesjum hafa skráð sig hjá Vinnumálastofnun í gegnum hlutastörf þetta er til viðbótar við atvinnuleysið.
Menningar- og atvinnuráð lýsir yfir miklum áhyggjum af atvinnumálum svæðisins og hvetur ríkisvaldið til að styðja betur við Suðurnesin.
2. Atvinnuátak vegna Covid 19 (2020010478)
Þórdís Ósk Helgadóttir kynnti vinnu starfshóps um viðbrögð við efnahagslegum áhrifum/auknu atvinnuleysi vegna Covid 19. Starfshópurinn mun til að byrja með skila vinnufundargerðum til bæjarráðs en á seinni stigum koma fundargerðirnar til með að fara til menningar- og atvinnuráðs.
3. Menning í Covid - 19 (2020030360)
Menningarstofnanir Reykjanesbæjar hafa gripið til ýmissa viðburða sem streymt hefur verið. Viðburðirnir hafa vakið mikla athygli, 26.000 þúsund manns kíktu á tónleika Ásgeirs Trausta í Hljómahöll, þegar mest var voru 2500 manns að horfa á sama tíma. Horft hefur verið á myndbandið af tónleikunum, sem vistað er inn á Facebook síðu Hljómahallar, rúmlega 60 þúsund sinnum. Streymið fór á Facebook-síður Hljómahallar, Ásgeirs, Rokksafns Íslands, Reykjanesbæjar og Víkurfrétta. Þá eru ótaldir þeir sem horfðu á streymið á ruv.is og hlustuðu á Rás 2.
Hér má sjá umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um tónleikana:
Með því að smella hér má sjá umfjöllun plattentests.de
Með því að smella hér má sjá umfjöllun cityguide-rhein-neckar.de
Með því að smella hér má sjá umfjöllun fastforward-magazine.de
Með því að smella hér má sjá umfjöllun downloadmusik.de
Með þvi að smella hér má sjá umfjöllun tonspion.de
Mikil virkni hefur verið á Facebook síðu bókasafnsins. 600 % fleiri sem höfðu samskipti á síðunni í síðustu viku, 78% fleiri sem skoðuðu síðuna, 110% aukning í þeim sem líkar við síðuna og náð til 20% fleiri með birtingum á síðunni. 3800 manns hafa horft á myndband með Höllu Karen sem streymt var.
Regluleg innslög Listasafns og Byggðasafns hafa vakið athygli. Skessan í hellinum hefur komið daglega á sína Facebook síðu með ýmislegt.
Menningar- og atvinnuráð þakkar starfsmönnum og listamönnum fyrir frábært starf vegna menningarviðburða á tímum Covid 19.
Fylgigögn:
Viðburðadagatal 23 - 28. mars
Viðburðadagatal 30. mars - 4. apríl
Viðburðadagatal 6 - 8 apríl
4. Barnamenningarhátíð 2020 (2020040058)
Í ljósi aðstæðna mun barna- og ungmennahátíðin verða með breyttu sniði. Breytingar verða tilkynntar síðar.
5. Ársskýrsla DUUS húsa 2019 (2020040059)
Ársskýrslan lögð fram. Ráðið þakkar framkomna ársskýrslu og hrósar starfsmönnum greinagóða skýrslu.
Fylgigögn:
Ársskýrsla DUUS safnahúsa 2019
Menningar- og atvinnuráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
6. Mælaborð Súlunnar (2020040101)
Þórdís lagði fram mælaborð Súlunnar fyrir tímabilið janúar – febrúar 2020.
7. Hátíðardagskrá 17. júní 2020 (2020040098)
Menningar- og atvinnuráð mun á næsta fundi koma með tillögur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2020