9. fundur

06.05.2020 08:15

9. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 6. maí 2020, kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Atvinnuleysistölur (2020010478)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn. Atvinnuleysistölur lagðar fram.
Í lok apríl var skráð atvinnuleysi í Reykjanesbæ 28%, 16.1% af því eru þeir sem skráðir eru í hlutabótaleiðina.
Alls er atvinnuleysi á Suðurnesjum 25.2%, þar af 14,4% á hlutabótaleiðinni. Þessar tölur eru mjög kvikar og breytilegar vegna starfahlutaleiðar og uppsagna starfsmanna.

2. Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum/auknu atvinnuleysi vegna Covid 19 (2020040083)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið í atvinnuátakinu.

3. Hátíðardagskrá 17. júní 2020 (2020040098)

Drög að dagskrá 17. júní lögð fram. Dagskrá verður með breyttu sniði í ár vegna reglna um fjöldatakmarkanir. Dagskrá verður kynnt síðar. Ráðið samþykkir drögin.

4. Fundargerðir Sögunefndar Keflavíkur 3. desember 2019 og 16. apríl 2020 (2019050831)

Fundargerðir Sögunefndar Keflavíkur lagðar fram. Árni Daníel Júlíusson var ráðinn sem ritstjóri Sögunefndar Keflavíkur í janúar 2020. Eiríkur Páll Jörundsson mætti á fund sögunefndar og ræddi um ljósmyndasafn Reykjanesbæjar. Lögð var fram fjárhagsáætlun 2020.

Fylgigögn: 

Fundargerð Sögunefndar Keflavíkur 3. desember 2019
Fundargerð Sögunefndar Keflavíkur 16. apríl 2020

5. Erindi um minnisvarða (2020040269)

Erindi lagt fram. Guðmundur R. Lúðvíksson lagði fram hugmynd að minnisvarða um G. Rúnar Júlísson. Menningar- og atvinnuráð felur formanni að vinna áfram í málinu. +

Fylgigögn:

Erindi um minnisvarða

6. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Lögð fram drög að umhverfisstefnu Reykjanesbæjar. Óskað er eftir umsögn frá öllum nefndum og ráðum. Ráðið mun koma með umsögn á næsta fundi.

7. Menning í Covid – 19 (2020030360)

Viðburðardagskrá lögð fram.

8. Ársskýrsla Hljómahallar (2020040389)

Ársskýrslan lögð fram. Ráðið þakkar framkomnar ársskýrslu og hrósar starfsmönnum fyrir greinagóða skýrslu.

Fylgigögn:

Ársskýrsla Hljómahallar 2019

9. Mælaborð Súlunnar (2020040101)

Sviðsstjóri lagði fram mælaborð. Á tímabilinu voru allir viðburðir menningarstofnana rafrænir.

Fylgigögn:

Mælaborð

Menningar- og atvinnuráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

10. Seltjörn og Skemmtigarðurinn (2020050067)

Ráðið samþykkir verkefnið og felur forstöðumanni Súlunnar að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. maí 2020.