274. fundur

29.09.2014 00:00

274. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 29. september 2014 að Skólavegur 1, kl: 08:15.

Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Haraldur Helgason varamaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Gunnar H Garðarsson aðalmaður,  Hulda B Þorkelsdóttir varamaður,  Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ragnhildur Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólastjórnenda, Katrín Jóna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdís Steinarsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólum og Gylfi J Gylfason fræðslustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. 

1. Aðgerðir til að fjölga leikskólakennurum (2014090487)
Leikskólafulltrúi kynnir hugmyndir um hvernig Reykjanesbær getur komið til móts við nema í leikskólafræðum.
Ingibjörg B. Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti.
Nýliðun leikskólakennara hefur verið mjög lítil. Ingibjörg dreifði hugmyndum um aðgerðir til að fjölga leikskólakennurum.

Fram kom að á sínum tíma hafði fjarnám í leikskólakennarafræðum mikil áhrif til fjölgunar á leikskólakennurum.
Fræðsluráð styður hugmyndir um að nemar haldi launum í staðarlotum og vettvangsnámi.
Upplýsingar um hlutfall leikskólakennara/leiðbeinenda á leikskólum, liggi fyrir á næsta fundi fræðsluráðs.

2. Framtíðarsýn í menntamálum (2014090484)
Á You Tube er áhugavert myndband um Framtíðarsýn Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis.
Fræðslustjóri kynnti framtíðarsýnina.
Spurt var um jafnréttisáætlanir grunn- og leikskóla.  Fram kom að Jafnréttisráð kallaði eftir slíkri áætlun. Kannað verði hver staðan er hjá skólum.
Staða samræmingar eineltisáætlana skólanna verði kynnt á fundi fræðsluráðs.
Rætt var um frístundaskóla grunnskólanna. Fram kom að meiri menntunar væri þörf  hjá starfsfólki og þörf væri á meiri tíma til  undirbúnings.
Spurt var um skólastefnu og fram kom að það er verkefni fræðsluráðsins að vinna að henni.
Aukið foreldrasamstarf er kjarnastoð í framtíðarsýninni.
Umræður urðu um hvernig skólar koma til móts við bráðgera nemendur. Verið er að vinna þróunarstarf í Njarðvíkurskóla í tengslum við það.
Innra starf veldur fjölgun  beiðna um greiningar  og það kallar á  aukna sérfræðiþjónustu sem nauðsynlegt er að koma til móts við.

3. Hvítbók (2014090466)
Meðfylgjandi er slóð að Hvítbókinni
Fræðslustjóri kynnti Hvítbók menntamálaráðuneytisins.
Mikill samhljómur með Hvítbókinni og framtíðarsýn RNB.
Niðurstöður PISA-könnunarinnar í lesskilningi hjá RNB samræmast þó ekki Hvítbókinni og verður að vinna að úrbótum þar.
Fræðslustjóri og bæjarstjóri munu heimsækja skólana og hvetja til átaks.

4. Heimanám virkar (2014090471)
Vangaveltur um aðstoð við heimanám í skólunum til að koma í veg fyrir mismunun.
Formaður fræðsluráðs ræddi hugmyndir um að koma aðstoð við heimanám meira inn í skólana.
Gera þarf ráð fyrir fjármagni í þennan þátt í skólastarfinu.
Fræðsluráð styður hugmyndir um að komi verði á aðstoð við heimanám í grunnskólunum.

5. Námsráðgjöf í unglingadeild (2014090470)
Hugmynd um að efla námsráðgjöf í unglingadeildum grunnskólanna, brúa með því bilið milli grunn- og framhaldsskóla og auka þannig samstarfið milli skólastiganna.

Frestað til næsta fundar.

6. Hugsanlegt unglingastig í Háaleitisskóla (2014090464)
Frestað til næsta fundar.

7. Hugsanlegar framkvæmdir hjá FRÆ (2014090472)
Húsnæðismál grunn- og leikskóla.  Hugmyndir um stækkun húsnæðis fyrir leikskóla.
Fræðslustjóri kynnti hugmyndir.
Gera leikskóla hagkvæmari rekstrareiningar.
Vantar 25-30 pláss á leikskólum árlega.
Leysa þarf húsnæðisvanda Akurskóla en þar hefur nemendum fjölgað mjög að undanförnu.
Fræðslustjóra er falið að finna fjárhagslega hagkvæmar lausnir á þessari stöðu.

8. Samkomulag við kennara í Akurskóla.  (2014090469)
Kynning á samkomulagi við kennara í Akurskóla samkvæmt bókun 5 í kjarasamningi KÍ

Frestað til næsta fundar.

9. Önnur mál (2014010165)
Önnu Sigríði er falið að ræða við formann FFGÍR um að hefja vinnu við skólastefnu RNB með formönnum foreldrafélaga grunnskólanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.