279. fundur

27.02.2015 12:47

279. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 27. febrúar 2015 að Skólavegi 1, kl: 08:15

Mættir : Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson varamaður, Margrét Blöndal varamaður, Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólastjórnenda, Anna Hulda Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólum, Árdís Hrönn Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara, Sonja Kristín Sverrisdóttir áheyrnarfulltrúi FFGÍR, Sveinn Ólafur Magnússon áheyrnarfulltrúi kennara, Gyða Margrét Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu og Gylfi J Gylfason fræðslustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.


1. Íbúaþróun eftir skólahverfum (2015010099)
Halldór Karl Hermannsson fer yfir málið.

Halldór Karl Hermannsson, kynnti mannfjöldaspár, í samræmi við tillögu sem kom fram í fræðsluráði  23.apríl 2014, (fundur 271, 3.liður), styður ráðið tillögur um að Móahverfið verði fært undir Njarðvíkurskóla. Breytingin verði kynnt fyrir íbúum svo fljótt sem auðið er. Fræðslustjóra falið að útfæra tillögur í samræmi við umræður á fundinum.

2. Námskeið fyrir skólanefndir (2015020392)
Námskeið fyrir ráðsmenn. Ráðsmenn senda póst til fræðsluskrifstofu fyrir lok dags, hafi þeir áhuga á að mæta á námskeið Sambandsins fyrir kjörna fulltrúa.

3. Móðurmálskennsla fyrir tvítyngd börn. (2015010099)
Hvernig er þeim málum háttað í Reykjanesbæ?

Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri sérfræðiþjónustu, greindi frá því að móðurmálskennsla fyrir tvítyngd börn sé ekki í boði nema að takmörkuðu leyti og þá ekki á vegum Reykjanesbæjar.  Koma þarf betur til móts við þarfir tvítyngdra barna en verið hefur, til að þau aðlagist vel að samfélaginu. Snemmtæk íhlutun er mikilvæg með þennan hóp og leggur fræðsluráð til að hugað verði sérstaklega að þörfum þessa hóps hvað það varðar, við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Reynt verði að grípa til aðgerða strax sé þess nokkur kostur til dæmis með námskeiðum fyrir foreldra, túlkaþjónustu og stuðningi við nám og heimavinnu.

4. Starfsmannamál á fræðslusviði (2015010099)
Gylfi Jón Gylfason segir frá stöðu mála.

Fræðslustjóri greindi frá stöðu mála, fullmannað verður í flestar stöður frá hausti.

5. Tilfærsla fundarefnis.  (2015010099)
Samkvæmt fundaplani fræðsluráðs 2014-2015, átti umfjöllun um mál Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að vera á dagskrá 27. mars. Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri hefur beðið um að fundarefnið verði fært og tekið fyrir á fundi fræðsluráðs  24. apríl.

Samþykkt að fresta umfjöllun um málefni tónlistarskóla líkt og skólastjóri óskaði eftir.

6. Skólastefna Reykjanesbæjar (2014100469)
Íbúafundur um skólastefnu Reykjanesbæjar

Haldið verði íbúaþing vegna skólastefnu þar sem íbúar komi hugmyndum sínum um skólastefnu á framfæri, Fyrstu drög að stýrihópi um skólastefnu kynnt.

7. Breyting á skóladagatali Akurskóla 2014-2015 (2015020391)
Bréf frá skólastjóra Akurskóla- beiðni um samþykkt breytingar á skóladagatali Akurskóla 2014-2015

Breytingartillaga Akurskóla á skóladagatali samþykkt.

8. Önnur mál (2015010099)
a) Umræður um í hvaða skóla nemendur í Háaleitisskóla eiga að fara á unglingastigi.  

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.