284. fundur

25.09.2015 11:36

284. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn þann 25. september 2015 að Skólavegur 1, kl. 08:15.

Mættir: Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Helga M. Finnbjörnsdóttir aðalmaður,  Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi,  Hrefna Gunnarsdóttir kerfisstjórn, Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Njálsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Erna Ósk Steinarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ólöf Guðmundsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Árdís Hrönn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Guðni Erlendsson fulltrúi foreldra á leikskólum.

1. Skólahald í Reykjanesbæ - skólagerðir (2015010099)

Fræðsluráð skoði möguleika á að Háaleitisskóli verði heildstæður skóli með nemendum í 1.-10.bekk. Skoða þyrfti samstarf við Keili um kennslu valgreina, verkefnið Öndvegisskóla á Ásbrú og Frumkvöðlasetrið. Kallað verði eftir hugmyndum frá stjórnendum skólans um útfærsluna og nýta stuðning annarra skóla við valgreinar. Nemendur annarra skóla gætu einnig sótt valgreinatíma í Keili.

2. Þjóðarsáttmáli um læsi (2015010099)
Í framhaldi af undirskrift.

Fræðslustjóri kynnti framhaldið.  Settur verður á stofn stýrihópur sem leiði læsisverkefnið til að meta stöðuna og stuðla að framförum. Huga þarf vel að mið- og unglingastigi og samfellu milli skólastiga. Börn koma nú mun betur undirbúin af leikskólum en áður. Skólarnir hafa sett sér lestrarstefnu sem þarf að vera í þróun og styrkja þarf samstarfið við foreldra í leik- og grunnskólum til að örva lestur. Fræðslusvið standi fyrir endurmenntun kennara í ritunarkennslu.

3. Námsmat í grunnskólum (2015010099)
Nánar á slóð Menntamálastofnunnar um námsmat
http://vefir.nams.is/namsmat/

Fræðslustjóri útskýrði breytingar á námsmati sem á að fullu að vera komið í gagnið við útskrift grunnskólanemenda vorið 2016. 
Innleiðingarhópur Aðalnámskrár grunnskóla verður kallaður saman til að ræða námsmat og útfærslu þess.

4. Framtíðarstaða skólahalds í Innri-Njarðvík (2015090133)

Erindi formanns Foreldrafélags Akurskóla um framtíðarstöðu skólahalds í Innri Njarðvík.
Fræðslustjóri skýrði frá hugmyndum um að vinna að málinu með íbúum hverfisins og í fræðsluráði.
Undirbúningur er hafinn og stefnt verður að því að nýr skóli taki til starfa haustið 2017.

5. Önnur mál (2015010099)

1. Farið yfir hlutfall kennara með réttindi í leik- og grunnskólum.
2. Fræðslusvið stendur fyrir námskeiðum fyrir foreldra leikskólabarna sem nefnast :
Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2015.

Fundargerðin samþykkt 11-0. Árni Sigfússon, Guðbrandur Einarsson og Halldóra Hreinsdóttir tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.