285. fundur

30.10.2015 11:13

285. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn 30. október 2015 að Skólavegi 1, kl. 08:15.

Mættir: Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Margrét Blöndal aðalmaður, Helgi Arnarson fræðslustjóri, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra, Erna Ósk Steinarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Árdís Hrönn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Guðni Erlendsson fulltrúi foreldra leikskólabarna Haraldur Helgason varamaður og Kristín Helgadóttir leikskólafulltrúi.

1. Starfsáætlanir grunnskóla 2015-2016 (2015100426)
Starfsáætlanir grunnskóla 2015-2016 lagðar fram
Starfsáætlanir samþykktar

2. Starfsáætlanir leikskóla (2015100429)

Starfsáætlanir leikskóla  2015-2016 lagðar fram

Starfsáætlanir samþykktar.

3. Leikskólar - tölulegar upplýsingar (2015010099)
Leikskólafulltrúi kynnir

Leikskólafulltrúi kynnti.
-Í ár eru 896 börn í leikskólum Reykjanesbæjar og hefur orðið fækkun milli ára.

4. Dagforeldrar í Reykjanesbæ (2015010099)
Leikskólafulltrúi gefur upplýsingar um fjölda dagforeldra og stöðu mála.

Leikskólafulltrúi kynnti.
25 dagforeldrar eru starfandi í bænum og er það fjölgun milli ára.
Umræðum um starfsemi dagforeldra verður haldið áfram í fræðsluráði.

5. „Í hringekju eru allir snjallir.“ (2015010099)
Leikskólafulltrúi kynnir nýútgefna handbók frá leikskólanum Hjallatúni.

Leikskólafulltrúi kynnti nýútgefna handbók frá leikskólanum Hjallatúni. Handbókin er afrakstur þróunarstarfs í leikskólanum. Fræðsluráð fagnar framtakinu og óskar Hjallatúni innilega til hamingju.

6. Þjónusta við nemendur af erlendum uppruna (2015010099)

Fræðslustjóri fór yfir stöðu mála.
Unnið er eftir fjölmenningarstefnu frá árinu 2004. Hópur fulltrúa allra sviða endurskoðar nú stefnuna.
-Hópur kennara sem kenna nemendum af erlendum uppruna í grunnskólum, hittist reglulega í vetur, til að ræða starfið. Mikilvægt er að koma á samráði leikskólakennara á sama hátt.
-Upplýsa þarf um reglur um túlkaþjónustu í leik- og grunnskólum.
-Ramma þarf inn samstarf við foreldra barna í grunn- og leikskólum.
Fræðsluráð fagnar því að tveir einstaklingar ætla að setja upp kennsluhópa  til að kenna mismunandi móðurmál nemenda. Nú þegar eru nokkrir kennarar tilbúnir og geta þeir kennt sjö tungumál.
- Fræðsluráð fagnar verkefnu Heilahristingur hjá Rauða krossinum. Verkefnið felst í aðstoð við heimanám og fer fram á Bókasafni Reykjanesbæjar.

7. Forvarnarstarf í grunnskólum (2015010099)

Kallað er eftir heildarsýn í forvarnarmálum.
Til er forvarnarstefna Reykjanesbæjar frá 2003.
Endurskoðun forvarnarstefnunnar er hluti ef mótun nýrrar menntastefnu sem nú stendur  yfir.
Allir grunnskólar hafa sína forvarnarstefnu.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi samþættir stefnuna í forvarnarmálum í leik- og grunnskólum.
Fræðsluráð ætlar að bjóða íþrótta- og tómstundafulltrúa á fund til að fjalla um verkefnið.

8. Umbunarkerfi í grunnskólum (2015010099)

Rætt var um hvernig jákvæðri styrkingu/umbunarkerfi er háttað í skólum.

9. Tónmenntakennsla í grunnskólum (2015010099)
Hvernig er tónmenntakennslu háttað og hverjir sjá um kennsluna?

Fræðslustjóri gerði grein fyrir málinu. Fornám tónmenntar fer fram í öllum skólum en frekari tónmenntakennsla er mismunandi.

10. Önnur mál (2015010099)

1. Fræðslustjóri minnti á að Akurskóli á 10 ára afmæli á árinu.
2. Skoðað verði að taka aftur upp stuðning við leiðbeinendur í grunnskólum sem eru í réttindanámi. Málinu er frestað til næsta fundar.
3. Kristín Helgadóttir leikskólafulltrúi boðin velkomin.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember nk.

Fundargerðin var samþykkt 11-0. Elín Rós Bjarnadóttir, Böðvar Jónsson, Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Eysteinn Eyjólfsson, Árni Sigfússon, Gunnar Þórarinsson, Baldur Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.