287. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn 11. desember 2015 að Skólavegi 1, kl. 08:15.
Mættir: Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Helga M Finnbjörnsdóttir, aðalmaður, Margrét Blöndal aðalmaður, Helgi Arnarson fræðslustjóri, Ísak Ernir Kristinsson varamaður, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Njálsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Erna Ósk Steinarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Árdís Hrönn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara og Baldur Guðmundsson varamaður.
1. Skólar og félagslegt umhverfi. Samanburður á skólum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi samkvæmt PISA. (2015010099)
Jóhann Geirdal kynnir.
Jóhann Geirdal, skólastjóri Gerðaskóla, kynnti MA verkefni sitt.
Nokkrar umræður urðu að lokinni kynningu. Formaður fræðsluráðs þakkaði góða kynningu.
2. Forvarnamál (2015010099)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir.
Forvarnarstefna bæjarins er frá árinu 2003 og verður endurskoðuð á næstunni. Mikill árangur hefur náðst í forvarnarmálum.
Fram kom að:
-Ungmennaráð vill aukna fræðslu og er unnið að henni í ýmsum greinum forvarna, í samvinnu við grunnskóla.
-Verið er að vinna að því að samræma forvarnarkennslu í grunnskólum.
-Samtakahópurinn er virkur og tekur á málum um leið og þau koma upp, í samvinnu við grunnskóla.
-Unnið er í samvinnu við FS að draga úr ölvun á skemmtunum skólans.
-Verið er að vinna mörg forvarnarverkefni á ýmsum stöðum í bænum.
-Samkomulag hefur verið gert milli veitinga- og skemmtistaða og lögreglu um að stytta opnunartíma staðanna.
-Forvarnarskýrslur eru aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar.
-Formaður fræðsluráðs þakkaði Hafþóri góða kynningu.
3. Önnur mál (2015010099)
1. Endurnýjun starfsleyfis dagforeldrisins, Svölu Dísar Magnúsdóttur, lagt fyrir og samþykkt.
2. Fræðsluráð óskar Leikskólanum Holti til hamingju með gæðaviðurkenningu Erasmuns+, fyrir verkefnið Greppikló.
3. Fræðslusviði er óskað til hamingju með viðurkenninguna
"ESPA 2015 Best Practice"
Viðurkenningin er fyrir verkefnið „Framtíðarsýn í menntamálum“ sem er meðal útvalinna verkefna til Evrópskra verðlauna í opinberri stjórnsýslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember nk.