288. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn 29. janúar 2016 að Skólavegur 1, kl. 08:15.
Mættir: Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Margrét Blöndal aðalmaður, Helgi Arnarson fræðslustjóri, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Njálsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Erna Ósk Steinarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Árdís Hrönn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara og Guðni Erlendsson fulltrúi foreldra leikskólabarna.
1. Notkun spjaldtölva í námi. Hvernig gengur? (2016010248)
Bent er á MA ritgerð Guðrúnar Gunnarsdóttur á Skemmunni:
Skóli 21. aldarinnar/ Innleiðing spjaldtölva í grunnskóla Reykjanesbæjar. Ritgerð opnast hér
http://skemman.is/stream/get/1946/21937/51080/1/Meistararitgerð_Guðrún_Gunnarsdóttir_-_lokaútgáfa.pdf
Fræðslustjóri sagði frá MA ritgerð Guðrúnar Gunnarsdóttur.
3. áfanga spjaldtölvuverkefnisins er að ljúka og þá eru allir nemendur í 8.-10. bekk komnir með spjaldtölvur.
Viðhaldskostnaður hefur verið töluverður hjá skólunum og nauðsynlegt að meta hann og skoða hvort tryggja eigi búnaðinn. Skoða þarf hvernig spjaldtölvurnar hafa áhrif á árangur í námi að mati foreldra og nemenda.
Við endurnýjun tölvubúnaðar í skólunum þarf að huga að þróun í tölvumálum.
2. Starfsáætlun fræðslusviðs 2016 (2016010248)
Starfsáætlunin verður send í tölvupósti fyrir fundinn.
Fræðslustjóri sagði frá vinnu við starfsáætlun og fór yfir hana.
Bæta mætti við upplýsingum um ábyrgð og stöðu verkefna.
Fræðslustjóri mun kynna fyrir fræðsluráði vinnu við undirbúning skólastarfs í Dalshverfi.
Bæta mætti inn lykiltölum úr mælingum á skólastarfi.
Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með starfsáætlun sviðsins og fylgist reglulega með framvindu verkefna.
3. Réttindanám leiðbeinenda í grunnskólum. (2016010248)
Fræðslustjóri fór yfir reglur um málið. Fræðsluráð samþykkir reglurnar með smávægilegum orðalagsbreytingum.
Leitað verði svara við því hve margir leiðbeinendur í réttindanámi eru nú starfandi við leik- og grunnskóla.
4. Önnur mál (2016010248)
1. Skólastjóri Heiðarskóla hefur sagt upp störfum frá 30.4. 2016. Staðan verður auglýst á næstunni.
2. Móðurmálskennsla barna af erlendum uppruna hefst í Myllubakkaskóla laugardaginn 6.febrúar.
3. Rætt um fjölmiðlaumræðu um skóla sem átt hefur sér stað að undanförnu.
4. Vinnuhópur um nýja menntastefnu stendur fyrir íbúaþingi í Stapa á næstunni og hvetur alla til þátttöku.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar nk.