294. fundur Fræðsluráðs var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. september 2016 kl. 08:15.
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Árni Sigfússon, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Eðvarð Þór Eðvarðsson fulltrúi skólastjóra, Guðmundur Ingvar Jóhannsson fulltrúi kennara, Íris Halldórsdóttir fulltrúi kennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi ffgír, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi, Kristín Helgadóttir leikskólafulltrúi sem ritaði fundagerð.
1. Framtíðarsýn til 2030 (2016090274)
Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti framtíðarsýn til 2030. Umræður um mikilvægi læsis í framtíðarsýn.
2. Breytingar á skóladagatölum (2016020422)
Ósk um breytingu á skóladagatali Akurskóla. Breytingin er samþykkt.
3. Starfsleyfi dagforeldris (2016090275)
Starfsleyfið samþykkt.
4. Menntapennar (2016080189)
Skólar hafa tekið vel í að skrifa um skólastarf og fræðsluráð fagnar því.
5. Starfsáætlun fræðslusviðs 2016 (2016010819)
Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti framvindu starfsáætlunar fræðslusviðs. Öll verkefni eru komin í farveg.
6. Beiðni um fjölgun nemenda í sérdeildinni Eik (2016090220)
Fræðsluráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra færðslusviðs að ganga í málið og skoða hvort verkefnið geti farið af stað í október að öðrum kosti 1.janúar 2017.
7. Erindi frá minnihluta (2016090276)
- 7.1. Tillaga: Fræðsluráð telur brýnt að kalla eftir fundum með kennurum, foreldrum og skólastjórnendum til að leita leiða til að halda uppi hinu öfluga skólastarfi, þar sem ekkert barn er skilið eftir.
Niðurstaða: Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra fræðslusviðs um fjölda réttindakennara í grunnskólum Reykjanesbæjar kemur fram að langflestir leiðbeinendur eru með háskólamenntun, BEd, BS eða BA gráðu. Samþykktar voru á síðastliðnu vori reglur um stuðning við leiðbeinendur í réttindanámi og sjáum við merki um árangur þess, þar sem margir leiðbeinendur stunda nám til kennsluréttinda í vetur. Biðlistar eftir sérfræðiþjónustu í grunnskólunum eru ekki að lengjast heldur þvert á móti eru vísbendingar um hið gagnstæða, að það sé verið að vinna þá niður. Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að undirbúa fundi með skólafólki og foreldrum.
- 7.2. Í upphafi mars 2016 var kynnt í Fræðsluráði Starfsáætlun Fræðslusviðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2016. Óskað er eftir að fræðslustjóri geri grein fyrir stöðu áhersluverkefna sem þar er getið.
Niðurstaða: Þegar er búið að fara yfir þetta mál undir öðrum dagskrárlið.
- 7.3. Undirbúningur PISA 2018. Í framhaldi af fyrirspurn í Fræðsluráði 1.apríl 2016 var kynnt að allir skólar hafi gert aðgerðaráætlun vegna undirbúnings næstu PISA könnunar sem fram fer 2018. Óskað er eftir greinargerð um stöðu þessa verkefnis.
Niðurstaða: Samþykkt að fela sviðsstjóra að gera grein fyrir stöðu undirbúnings fyrir PISA 2018 á næsta fundi fræðsluráðs.
- 7.4. Fjölgun nemenda af erlendu bergi hefur verið mjög hröð í Reykjanesbæ á undanförnum misserum og má búast við áframhaldandi fjölgun vegna bættra atvinnuaðstæðna á svæðinu og aukinnar eftirspurnar eftir starfsfólki. Því er brýnt að leita leiða til að gera þessum börnum kleift að ná þjálfun í íslensku til undirbúnings öllu bóknámi. Óskað er að fræðsluráð sé upplýst um þá vinnu sem fram fer vegna þessa og óskað eftir umræðu um frekari leiðir til að styrkja starfið.
Niðurstaða: Fræðsluráð samþykkir að fá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur kennsluráðgjafa á fræðslusviði á næsta fund fræðsluráðs til að gera grein fyrir því hvernig unnið er í málefnum nemenda með íslensku sem annað tungumál.
- 7.5. Tillaga: Fræðsluráð leggur til að við endurskoðun á skipulagsbreytingum frá janúar 2015, verði sérstaklega svarað hvort starfsmenn fræðsluskrifstofu telja að breytingar hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á eftirlits- og ráðgjafarhlutverk fræðsluskrifstofu.
Niðurstaða: Fræðsluráð felldi tillöguna með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveimur atkvæðum minnihluta.
Meirihluti fræðsluráðs mótmælir því að hlutverk sviðsstjóra fræðslusviðs hafi verið útvatnað eins og haldið er fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Með sameiningu fræðslusviðs og íþrótta- og tómstundasviðs hefur sviðsstjóri nú góða heildarsýn yfir fræðslu-, íþrótta- og tómstundamál í Reykjanesbæ. Ný menntastefna undirstrikar þær áherslur ennfremur að menntun barnanna okkar fer ekki einungis fram í skólum, heldur einnig í íþrótta- og tómstundastarfi. Meirihluti fræðsluráðs styður þá ákvörðun meirihluta bæjarráðs Reykjanesbæjar sem var samþykkt á fundi ráðsins þann 15. sept. sl. að ráða Arnar Jónsson, ráðgjafa hjá Capacent til að gera úttekt á innleiðingu núverandi stjórnskipulags Reykjanesbæjar.
- 7.6. Fræðsluráð samþykkir að draga saman upplýsingar m.a. frá FFGÍR, skólaráðum og stjórnendum leik- og grunnskóla um forvarnarverkefni sem snýr að börnum og foreldrum. FRÆ standi síðan að kynningum í samstarfi við þessa aðila svo allir séu meðvitaðir um það sem er að gerast í skólakerfinu.
Fræðsluráð samþykkir að draga saman upplýsingar um þá fjóra áhrifaþætti sem nefndir eru í Heilsueflandi samfélagi, þ.e.:
- Næringu skólabarna á skólatíma og í frístundastarfi.
- Hreyfingu skólabarna. Eru allir skólar með sama tíma í hreyfingu og hvernig standa skólar sig í að efla hreyfingu ungmenna?
- Geðrækt, hvernig er verið að vinna með þætti sem snúa að geðheilsu í skólum?
- Lífsgæði, á hvaða hátt er verið að efla lífsgæði skólabarna?
- Efnt verði til sérstakra kynningarfunda á vegum FRÆ þar sem gerð er grein fyrir ofangreindu. T.d. gæti Skólamatur komið á sérstakan fund á vegum FRÆ þar sem gert er grein fyrir þeirra starfi o.s.frv.
Niðurstaða: Til stendur að bæjarstjóri undirriti samkomulag við Landlæknisembættið um verkefnið Heilsueflandi samfélag í næstu viku, nánar 3. október. Frekari umræðum um verkefnið er frestað til næsta fundar.
8. Önnur mál (2016010248)
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2016.