299. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Heiðarskóla þann 24.2.2017 kl. 08:15.
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Anna Hulda Einarsdóttir, Árni Sigfússon, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Hulda Björk Þorkelsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sigurborg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir, Helgi Arnarson og Sóley Halla Þórhallsdóttir sem ritaði fundargerðina.
Gestir fundarins voru: undir 1. lið Haraldur Axel Einarsson og undir 2. lið Guðlaugur Helgi Sigurjónsson.
1. Kynning á Heiðarskóla (2017010276)
Haraldur Axel Einarsson skólastjóri sagði frá Heiðarskóla og þróun hans. Á þessu skólaári eru 412 nemendur í skólanum og 61 starfsmaður. Hann benti á að húsnæði skólans er of lítið. Hann fór yfir helstu áherslur í starfinu en m.a. er lögð áhersla á sviðslistir. Góðar umræður sköpuðust og fræðsluráð þakkar Haraldi áhugaverða kynningu.
2. Nýr skóli í Dalshverfi (2017020311)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson kynnti fimm teikningar á nýjum skóla í Innri Njarðvík.
3. Fyrirspurn til fræðsluráðs (2017020307)
Fyrirspurn frá Sonju Kristínu Sverrisdóttur um hver stefna Reykjanesbæjar er varðandi kynningar og fræðslu utanaðkomandi félagasamtaka fyrir nemendur á skólatíma. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að móta stefnu hvað varðar kynningar og fræðslu utanaðkomandi aðila fyrir nemendur á skólatíma. Fræðsluráð þakkar fyrir fyrirspurnina og sviðsstjóra er falið að svara henni.
4. Drög að fjölmenningarstefnu (2014010845)
Velferðarráð óskar eftir umsögnum annarra fagnefnda Reykjanesbæjar á drögum að fjölmenningarstefnu bæjarins. Fræðsluráð fór yfir stefnuna og mun ræða hana enn frekar á næsta fundi.
5. Innritun nemenda í 1. bekk (2017020323)
Grunnskólafulltrúi upplýsti fundarmenn um fjölda nemenda sem hefja skólagöngu í haust.
278 börn verða í 1. bekk í grunnskólum bæjarins haustið 2017 og verður sá árgangur fjölmennastur í skólum bæjarins.
6. Mælaborð fræðslusviðs (2017020326)
Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðinu mælaborð en þar eru góðar upplýsingar um fræðslusviðið.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundurinn fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2017.