300. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Njarðvíkurskóla 31. mars 2017 kl. 08:15.
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Hulda Björk Þorkelsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Eðvarð Þór Eðvarðsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi sem ritaði fundargerð.
Gestir fundarins voru: Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.
1. Kynning á Njarðvíkurskóla (2017030468)
Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri sagði frá Njarðvíkurskóla. Í Njarðvíkurskóla eru tvær sérdeildir, Björk sem er fyrir nemendur með hegðunarvanda og Ösp sem er fyrir langveik börn og nemendur með þroskaraskanir. Hún sagði frá helstu áherslum í starfinu og vakti m.a. athygli á fjölgreindarvali sem er á yngsta stigi skólans. Fræðsluráð þakkar Ásgerði fyrir mjög fróðlega kynningu.
2. Kynning á starfi samtakahópsins (2015090252)
Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starf samtakahópsins sem er þverfaglegur forvarnar- og aðgerðarhópur á vegum Reykjanesbæjar. Fræðsluráð þakkar Hafþóri fyrir áhugaverða kynningu.
3. Leyfi fyrir dagforeldra (2017030466)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi lagði fram umsókn frá Erlendsínu Ýr Garðarsdóttur, kennitala ekki birt, um starfsleyfi fyrir daggæslu og fór yfir meðfylgjandi gögn. Veitt er fullt leyfi vegna fyrri starfa umsækjanda.
4. Skóladagatöl 2017-2018 (2017030239)
Skóladagatöl allra grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2017-2018 lögð fram með umsögnum og samþykktum skólaráða. Fræðsluráð staðfestir skóladagatölin.
5. Drög að fjölmenningarstefnu (2014010845)
Fræðsluráð fagnar drögum að nýrri fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar en leggur fram nokkrar ábendingar og athugasemdir. Verður þeim komið áfram til fjölmenningarteymis bæjarins.
6. Tillaga um forvarnarfræðslu gegn ofbeldi (2017030464)
Fræðsluráð þakkar Önnu Sigríði góða tillögu og telur mikilvægt að slík fræðsla fari fram. Fræðslusviðið er að vinna að því að á fræðsludögum í ágúst verði fræðsla um ofbeldi gegn börnum sett á dagskrá fyrir alla starfsmenn grunn- og leikskóla. Brýnt er að slík fræðsla fari einnig fram meðal starfsmanna íþrótta og tómstunda.
7. Námsgögn fyrir grunnskólanemendur (2017030478)
Góðar umræður um málið. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
8. Önnur mál (2017010198)
Umræða fór fram um dagforeldra og ungbarnaleikskóla.
Fræðsluráð óskar Holtaskóla til hamingju með frábæran árangur í Skólahreysti.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2017.