313. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 25. maí 2018 kl. 08:15.
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Árni Sigfússon, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.
Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Reglur um sjúkrakennslu (2018050290)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti reglur um sjúkrakennslu í grunnskólum Reykjanesbæjar. Fræðsluráð staðfestir reglurnar.
2. Látum verkin tala - verknámssmiðjur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2018050291)
Helga María Finnbjörnsdóttir kynnti verknámssmiðjur sem boðið var upp á síðasta sumar í samstarfi Vinnuskóla Reykjanesbæjar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Verknámssmiðjurnar fara fram sem hluti af vinnuskóla þar sem nemendur hafa kost á að velja smiðjur í háriðn, textíl, rafmagni, húsasmíði og málmsuðu. Þannig fá þátttakendur í vinnuskólanum góða innsýn í fjölbreytt störf tengd smiðjunum. Til stendur að verkefnið fari aftur fram í sumar vikuna 18. - 22. júní.
3. Hvatningarverðlaun 2018 (2018050013)
Alls bárust tuttugu tilnefningar um verkefni vegna hvatningarverðlauna fræðsluráðs Reykjanesbæjar 2018. Verðlaunin verða afhent 31. maí.
4. Viðbrögð við fjölgun skólabarna haustið 2019 (2018050292)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, lagði fram greinargerð þar sem farið er yfir þörfina á viðbrögðum vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar skólabarna haustið 2019.
5. Haustráðstefna grunnskólanna (2018050293)
Lögð fram dagskrá haustráðstefnu grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði sem verður haldin í Hljómahöll 13. ágúst 2018.
Fræðsluráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
6. Sálfræðiþjónusta í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2017110280)
Sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir því að ekki hefur enn fengist fjármagn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í áframhaldandi þjónustu vegna samstarfsverkefnis fræðslusviðs Reykjanesbæjar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Fræðsluráð ítrekar mikilvægi þjónustunnar og að hún verði áfram í boði fyrir nemendur FS. Enn fremur felur fræðsluráð sviðsstjóra að fylgja málinu eftir.
7. Önnur mál (2018010213)
Fræðsluráð óskar FFGÍR til hamingju með tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2018.
Fræðsluráð þakkar gott samstarf á liðnu kjörtímabili.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. júní 2018.