315. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 7. september 2018 kl. 08:15.
Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Sigurbjörg Róbertsdóttir, fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson, fulltrúi grunnskólakennara, Jurgita Milleriene, fulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir, fulltrúi FFGÍR, Ólöf Magnea Sverrisdóttir, fulltrúi skólastjóra leikskóla, Anna Lydía Helgadóttir, fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Kosning í embætti (2018090052)
Valgerður Björk Pálsdóttir var kjörin formaður fræðsluráðs. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir var kjörin varaformaður ráðsins og Bjarni Páll Tryggvason var kjörinn ritari. Voru þau réttkjörin.
2. Ný persónuverndarlög - staðan í skólum Reykjanesbæjar (2018090053)
Sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir stöðuna í persónuverndarmálum í skólum Reykjanesbæjar. Ljóst er að innleiðing nýrra persónuverndarlaga er umfangsmikil og álitamálin eru mörg. Mikilvægt er að tryggður verði stuðningur við stjórnendur stofnana sveitarfélagsins vegna þessa.
3. Útboð vegna Stapaskóla (2016110190)
Sviðsstjóri upplýsti ráðið um stöðu útboðs vegna Stapaskóla. Ákveðið að fá nánari kynningu frá sviðsstjórum fræðslusviðs og umhverfis- og skipulagssviðs á næsta fundi.
4. Þjónusta við börn af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum (2018090054)
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir kennsluráðgjafi mætti á fundinn og fór yfir tölulegar upplýsingar og helstu áherslur í þjónustu við börn af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum.
Fræðsluráð þakkar góða kynningu. Ráðið óskar eftir upplýsingum um hvort skólar sveitarfélagsins hafi ráðið verkefnastjóra í íslensku sem öðru tungumáli á næsta fundi.
5. Starfsemi frístundaheimila í grunnskólum Reykjanesbæjar (2018040113)
Sviðsstjóri fræðslusviðs upplýsti ráðið um starfsemi frístundaheimila í grunnskólum Reykjanesbæjar. 360 börn eru nú skráð í sjö frístundaheimilum. Umræður fóru fram um málið.
Fræðsluráð leggur áherslu á að hugað verði að húsnæðismálum frístundaheimila.
6. Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum (2018070145)
Sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Sóleyju Rún Traustadóttur. Fram kom að öll skilyrði eru uppfyllt og samþykkir fræðsluráð veitingu leyfisins.
7. Fjárhagsáætlun 2019 (2018090055)
Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti fjárhagsramma fyrir málaflokkinn og fór yfir fjárhagsáætlunarferlið sem er framundan.
8. Önnur mál (2018010213)
Fræðsluráð óskar starfsfólki leikskóla til hamingju með niðurstöður síðasta Skólapúls. Í Skólapúlsinum kemur fram að foreldrar leikskólabarna í Reykjanesbæ eru ánægðastir allra á landinu með þá þjónustu sem þeir fá. Þessi niðurstaða endurspeglar þá alúð og fagmennsku sem starfsfólk leikskólanna leggur í sín störf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. september 2018.