324. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. maí 2019 kl. 08:15
Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Erla Hafsteinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2019 (2019051948)
Alls bárust 22 ábendingar um verkefni vegna hvatningarverðlauna fræðsluráðs Reykjanesbæjar 2019. Verðlaunin verða afhent þann 6. júní nk. kl. 17 í Duus Safnahúsum.
2. Samræmd könnunarpróf 2019 (2019051950)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 9. bekkjum grunnskóla Reykjanesbæjar vorið 2019.
Fylgigögn
Samræmd könnunarpróf - 9. bekkur vor 2019
3. Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum (2019051798)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, lagði fram umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Sigurbjörgu Jónasdóttur. Fram kom að öll skilyrði eru uppfyllt og samþykkir fræðsluráð veitingu leyfisins.
4. Mælaborð fræðslusviðs (2019051949)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, lagði fram mælaborð fyrir apríl og maí 2019.
Fylgigögn
Mælaborð apríl - maí 2019
5. Starfsemi fræðsluráðs - umræða um liðið ár og næsta starfsár (2019051951)
Rætt var um starf fræðsluráðs og fyrirkomulag.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2019.