326. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 27. september 2019 kl. 08:15
Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Sigurbjörg Róbertsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Erindisbréf fræðsluráðs (2019090621)
Drög að erindisbréfi fræðsluráðs lögð fram.
Fræðsluráð felur formanni og sviðsstjóra að fylgja eftir framkomnum athugasemdum. Ráðið samþykkir erindisbréfið að öðru leyti og vísar því til afgreiðslu forsætisnefndar.
2. Lykiltölur úr ársskýrslu skólaþjónustu (2019090625)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti helstu lykiltölur úr ársskýrslu skólaþjónustu fyrir skólaárið 2018 - 2019.
3. Mönnun grunnskóla (2019090627)
Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, fór yfir upplýsingar um mönnun grunnskóla Reykjanesbæjar á yfirstandandi skólaári.
4. Staðan í vinnu starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum (2019090628)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, skýrði frá stöðu mála í vinnu starfshóps um bættar aðstæður í leikskólum. Stefnt er að því að skýrsla starfshópsins verði gefin út 18. október nk.
5. Stækkun heilsuleikskólans Skógaráss - erindi frá Skólum ehf. (2019090631)
Lagt fram erindi frá Skólum ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum og samstarfi við Reykjanesbæ um að stækka heilsuleikskólann Skógarás, þar sem mögulega væri hægt að taka inn yngri börn en nú er gert.
Fræðsluráð þakkar Skólum ehf. fyrir erindið. Stefna Reykjanesbæjar er að innan þriggja ára verði hægt að bjóða að lágmarki öllum 18 mánaða börnum og eldri upp á leikskólavist í leikskólum bæjarins. Reykjanesbær stefnir á stækkun leikskóla í bæjarfélaginu í þeim hverfum þar sem öll leikskólapláss eru nýtt, til þess að geta boðið 18 mánaða börnum pláss. Fræðsluráð felur fræðslusviði að eiga í viðræðum við Skóla ehf., rekstraraðila leikskólans Skógaráss, um mögulegar leiðir til þess að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist.
Fylgigögn:
Erindi frá Skólum ehf.
6. Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum (2019090642)
Leikskólafulltrúi lagði fram umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Ólöfu Guðmundsdóttur. Fram kom að ein athugasemd var gerð varðandi útisvæði, en að öðru leyti eru öll skilyrði uppfyllt. Samþykkir fræðsluráð veitingu leyfisins með fyrirvara um úrbætur innan tveggja vikna, að öðrum kosti verði leyfið afturkallað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2019.