335. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 28. ágúst 2020 kl. 08:15
Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Bryndís Jóna Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Hanna María Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Stapaskóli (2019110200)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, greindi frá stöðu mála varðandi framkvæmdir og starfsemi við Stapaskóla.
Fræðsluráð óskar nemendum og starfsfólki Stapaskóla og öllum íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með glæsilegan skóla.
Fylgigögn:
Skólastarf í Stapaskóla
2. Bréf frá leikskólastjórnendum í Reykjanesbæ (2020070006)
Erindi frá stjórnendum leikskóla í Reykjanesbæ þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðu launamála leiðbeinenda í leikskólum sveitarfélagsins.
Fræðsluráð þakkar leikskólastjórum fyrir bréfið og felur fræðslusviði að taka málið til nánari skoðunar.
3. Sumaropnun leikskóla (2020040008)
Málinu er frestað.
4. Starfsmenn í leikskólakennaranámi (2020080445)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, greindi frá því að nú stunda u.þ.b. 40 starfsmenn í leikskólum í Reykjanesbæ nám í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands og fagháskólanám hjá Keili.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynningu á stöðunni og fagnar þeim fréttum að stór hópur starfsmanna í leikskólum Reykjanesbæjar stundi nú leikskólakennaranám samhliða starfi. Fræðsluráð hvetur til þess að stutt verði við leikskólana eins og kostur er svo nám þessara aðila gangi sem best samhliða daglegum rekstri leikskóla í Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Starfsmenn leikskóla í námi
5. Nýr kjarasamningur Félags leikskólakennara (2020080446)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, kynnti nýjan kjarasamning Félags leikskólakennara.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða kjarasamning FL
6. Umsókn um leyfi til heimakennslu (2020060554)
Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, gerði grein fyrir málinu. Umsækjendur uppfylla öll skilyrði sem sett eru. Heimaskóli barnanna er tilbúinn til að vera þjónustuskóli þeirra.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða umsóknirnar fyrir skólaárið 2020-2021.
7. Upphaf skólaárs 2020-2021 (2020080447)
Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, fóru yfir upplýsingar varðandi upphaf skólaárs. Grunnskólafulltrúi kynnti verkefnið Allir með.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2020.