337. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 23. október 2020 kl. 08:15
Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Bryndís Jóna Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Starfsáætlanir grunnskóla 2020-2021 (2020100258)
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi lagði fram starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2020 – 2021.
Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar. Þær verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna.
2. Skólamáltíðir – hlutfall nemenda (2020100259)
Alls eru 2157 nemendur í áskrift að skólamáltíðum af 2466 nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar sem gerir 87,47% hlutfall. Nánast sama hlutfall var á síðasta skólaári þegar 2133 nemendur af 2437 voru í áskrift, eða 87,53%.
Fræðsluráð óskar eftir að fá upplýsingar varðandi skólamáltíðir reglulega inn á fundi ráðsins.
Fylgigögn:
Skólamáltíðir - staðan 16. október 2020
3. Innritun í leikskóla haustið 2020 (2020100260)
Öll börn fædd árið 2018 sem sótt hafði verið um leikskólapláss fyrir í leikskólum Reykjanesbæjar fengu boð um pláss frá janúar til ágúst 2020. Fimm leikskólar hafa getað boðið börnum á aldrinum 18-24 mánaða pláss á þessu ári. Aðrir leikskólar í Reykjanesbæ taka ekki inn börn fædd 2019 fyrr en á árinu 2021.
Fylgigögn:
Innritun barna í leikskóla Reykjanesbæjar árið 2020
4. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála vegna COVID-19 í skólum Reykjanesbæjar.
Fundargerðir neyðarstjórnar eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar.
Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar Reykjanesbæjar
5. Fjárhagsáætlun 2021 (2020060158)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir stöðuna í undirbúningi fjárhagsáætlunar fræðslusviðs fyrir árið 2021.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember 2020.