350. fundur

18.02.2022 08:15

350. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Njarðvíkurskóla að Brekkustíg 2 þann 18. febrúar 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Andri Örn Víðisson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Pálsdóttir sem sat fundinn í forföllum Írisar Óskar Kristjánsdóttur.
Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Hanna Lísa Einarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Breytingar á skóladagatali Akurskóla (2022021007)

Lagt fram erindi frá Akurskóla varðandi breytingar á skóladagatali.

Fræðsluráð staðfestir breytingarnar. Uppfært skóladagatal verður birt á heimasíðu skólans.

2. Breytingar á skóladagatali Myllubakkaskóla (2022021009)

Lagt fram erindi frá Myllubakkaskóla varðandi breytingar á skóladagatali.

Fræðsluráð staðfestir breytingarnar í ljósi sérstakra aðstæðna. Uppfært skóladagatal verður birt á heimasíðu skólans.

3. Breytingar á skóladagatali Holtaskóla (2022021010)

Lagt fram erindi frá Holtaskóla varðandi breytingar á skóladagatali.

Fræðsluráð staðfestir breytingarnar. Uppfært skóladagatal verður birt á heimasíðu skólans.

4. Nýsköpunar- og þróunarsjóður fræðslusviðs 2022-2023 (2022021006)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi kynnti áhersluþætti nýsköpunar- og þróunarsjóðs fræðslusviðs fyrir skólaárið 2022-2023, en auglýst hefur verið eftir umsóknum vegna úthlutunar úr sjóðnum. Markmiðið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Áherslur sjóðsins taka mið af nýrri menntastefnu Reykjanesbæjar.

Fylgiskjöl:

Auglýsing vegna styrkveitinga úr nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs 2022-2023

5. Umsókn um leyfi fyrir daggæslu í heimahúsi (2021110465)

Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir dagforeldri frá Ölmu Lóu Lúthersdóttur. Öll tilskilin gögn eru fyrir hendi.

Starfsleyfið er veitt.

6. Uppgjör fræðslusviðs 2021 (2021050208)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir uppgjör fræðslusviðs fyrir árið 2021.

7. Starfsáætlun fræðslusviðs 2022 (2021110438)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram drög að starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2022.

8. Leikskólamál í Innri-Njarðvík (2022010319)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu leikskólamála í Innri-Njarðvík.

9. Staðan í Myllubakkaskóla (2021050174)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi húsnæði Myllubakkaskóla.

Fræðsluráð lýsir yfir ánægju með gang framkvæmda og þakkar starfsfólki og nemendum fyrir framúrskarandi viðhorf við krefjandi aðstæður.

Fræðsluráð óskar Myllubakkaskóla til hamingju með 70 ára afmælið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. mars 2022.