352. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Háaleitisskóla þann 29. apríl 2022 kl. 08:15
Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Hanna Lísa Einarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Thelma Hrund Tryggvadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jón Garðar Arnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra boðaði forföll.
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1. Þjónustusamningur við dagforeldra (2022040643)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti drög að þjónustusamningi við dagforeldra.
Fræðsluráð samþykkir samninginn með framkomnum athugasemdum og leggur til að bæjarstjórn staðfesti hann.
2. Breyting á skóladagatali Stapaskóla 2021-2022 (2021040125)
Lagt fram erindi frá Stapaskóla varðandi breytingu á skóladagatali.
Fræðsluráð staðfestir breytingarnar. Uppfært skóladagatal verður birt á heimasíðu skólans.
3. Skóladagatöl grunnskóla 2022-2023 (2022040645)
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi lagði fram skóladagatöl allra grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2022-2023.
Fræðsluráð staðfestir skóladagatölin. Þau verða birt á heimasíðum skólanna.
4. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2022 (2022040647)
Fræðsluráð Reykjanbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum. Hvatningarverðlaunin verða afhent í Bíósal Duus safnahúsa miðvikudaginn 8. júní 2022.
Fylgigögn:
Hvatningarverðlaun 2022 - auglýsing
5. Nýsköpunar- og þróunarsjóður fræðslusviðs 2022-2023 (2022021006)
Fræðslusvið Reykjanesbæjar auglýsti eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði sviðsins fyrir skólaárið 2022-2023 í febrúar sl. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ. Sjóðurinn er stuðningur við innleiðingu menntastefnu Reykjanesbæjar: Með opnum hug og gleði í hjarta sem gildir til 2030 eins og stefna Reykjanesbæjar. Alls bárust umsóknir um styrki til 29 verkefna upp á rúmar 18.779.804 kr. Úthlutunin nær til 20 verkefna og nemur heildarfjárhæð styrkloforða 10.000.000 kr.
Fræðsluráð lýsir ánægju með þau mörgu áhugaverðu og metnaðarfullu verkefni sem sótt var um styrki fyrir og óskar styrkhöfum til hamingju.
Fylgigögn:
Úthlutun úr nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs 2022-2023
6. Skólaforðun (2022040649)
Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu. Lögð fram samantekt grunnskólafulltrúa og yfirsálfræðings skólaþjónustu vegna fyrirspurnar frá kjörnum fulltrúa í fræðsluráði um umfang og ástæður skólaforðunar nemenda í grunnskólum.
Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Í aðalnámsskrá grunnskóla er fjallað um jöfn tækifæri barna til náms. Eins og Umboðsmaður barna benti á árið 2018 og með tilliti til Barnasáttmála og skólaskyldu innan aðildarríkjanna, er mikilvægt að skoða hvað við getum gert til að halda börnum inni í skólasamfélaginu.
Með spurningum mínum var markmiðið að skoða hvort frekar væri um að ræða börn með einhverfu, geðrænan vanda eða aðrar raskanir sem mæti ekki í skólann svo mánuðum skipti og geti þá verið upphaf að enn stærri vanda.
Það er von mín að þetta sé aðeins upphaf á því að skólastjórnendur hafi rýnt hópinn sinn og að fræðslusvið taki þessa vinnu áfram. Mikilvægt er að við notum tæknina og það sem þarf til að hvetja börn til skólasóknar.“
Fræðsluráð hvetur til þess að lögð verði enn meiri áhersla á þverfaglegt samstarf allra sem koma að menntun og velferð barna til að sporna við skólaforðun nemenda í grunnskólum. Ennfremur er lagt til að við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023 verði gert ráð fyrir stöðugildum skólafélagsráðgjafa.
7. Myllubakkaskóli – staðan (2021050174)
Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu og Hlynur Jónsson aðstoðarskólastjóri Myllubakkaskóla mættu á fundinn og fóru yfir stöðu mála varðandi húsnæði Myllubakkaskóla.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum og starfsfólki skólans, foreldrum og nemendum fyrir lausnamiðað og jákvætt hugarfar við erfiðar og krefjandi aðstæður.
8. Reglur um stuðning við starfsfólk leik- og grunnskóla sem fer í réttindanám (2020030103)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram reglur um stuðning við starfsfólk leik- og grunnskóla sem fer í réttindanám.
Fræðsluráð samþykkir reglurnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:12. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2022.