355. fundur

14.10.2022 08:15

355. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. október 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir, Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Helga Hildur Snorradóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Jón Garðar Arnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn og gerði grein fyrir rakaskemmdum og viðbrögðum við þeim. Auk þess kynnti Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs nýja verklagsreglu varðandi viðbrögð við ábendingum um léleg loftgæði í stofnunum sveitarfélagsins.

Fylgigögn:

Rakaskemmdir í stofnunum Reykjanesbæjar - verklagsregla

2. Leikskóli í Drekadal (2022100203)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynntu áform um byggingu nýs leikskóla í Drekadal í Innri-Njarðvík en bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. að farið yrði í útboð á verkinu.

3. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna – aðgerðaáætlun (2020021548)

Drög að aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram. Óskað er eftir umsögnum um áætlunina. Ef fundarmenn vilja senda inn umsagnir er þeim bent á að senda þær til formanns sem mun koma þeim áleiðis.

4. Stuðningur við börn á flótta (2022050211)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti reynsluverkefni mennta- og barnamálaráðuneytisins og sveitarfélaga um stuðning við börn á flótta.

5. Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2023 (2022080148)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir stöðu mála varðandi fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2023.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. október 2022.